Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Flokkstjóri í skólagörðum

Hefur þú mikin áhuga á að rækta grænmeti og góðri útvinnu? Viltu einstakt tækifæri til að vinna með börnum og kenna þeim grænmetisræktun?

Þá eru Skólagarðarnir í Kópavogi kjörið sumarstarf fyrir þig.

Skólagarðar Kópavogs starfa frá því í byrjun júní og fram undir lok ágúst. Í skólagörðunum gefst börnum á aldrinum 6 – 13 ára tækifæri á að rækta sinn eigin matjurtagarð.

Starfsmenn Skólagarða fá einstakt tækifæri til að þróa starf sem er rótgróið hjá Kópavogsbæ. Garðarnir eru á þremur stöðum og eru rúmlega 100 börn sem nýta sér þá árlega.

Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára á árinu eða eldri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með starfi eins skólagarðs.
  • Hugmyndavinna að hvernig hægt er að gera Skólagarða enn stærri
  • Skráning vinnustunda starfsmanna
  • Halda utan um skráninga garða.
  • Aðstoða börn og foreldra við ræktun.
  • Fræðsla til barna um ræktun grænmetis
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nemi í garðyrkju eða sambærilegt æskilegt
  • Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur5. apríl 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Askalind 5, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar