Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.
Flokkstjóri í Dreifingarmiðstöð
Eimskip leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf flokkstjóra í Dreifingarmiðstöð félagsins í Reykjavík. Um er að ræða fjölbreytt framtíðarstarf, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og eftirfylgni með móttöku og staðsetningum á vörum inn í vöruhús
- Þjónusta við viðskiptavini
- Verkstjórnun og þjálfun starfsfólks
- Almenn vöruhúsastörf
- Samskipti og upplýsingamiðlun vegna vörusendinga
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsreynsla í vöruhúsi og við stjórnun er kostur
- Lyftararéttindi (J) er skilyrði
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð þjónustulund, heiðarleiki, stundvísi og metnaður
- Almenn tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku og ensku, í töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt2. desember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 15, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLyftaraprófSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)