Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Flokkstjórar vinnuskóla og sumarstarfa

Suðurnesjabær auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum til að sinna flokkstjórn vinnuskóla og sumarstarfa 17 ára og eldri hjá sveitarfélaginu sumarið 2025.

Störfin eru fjölbreytt og sjá vinnuhópar m.a. um umhirðu, gróðursetningu, garðsláttur, þrif og hreinsun ásamt fleiri verkefnum. Flokkstjórar leiðbeina hópum ungmenna við ýmis garðyrkjustörf og fræðslu, auk annarra verkefna. Flokkstjórar halda skýrslu um mætingar og ástundun og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan.

Markmiðið er að gefa unglingum kost á sumarstörfum í umhverfi sem einkennist af fræðslu, kennslu, þjálfun og tómstundum. Lögð er áhersla á samskiptareglur, ástundun og vinnusemi og virðingu gagnvart vinnu, samstarfsfólki og bæjarbúum. Einnig eru grundvallaratriði í vinnubrögðum kynnt og notkun verkfæra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning, eftirlit og stýring á vinnuhópum í samvinnu við umsjónarmann vinnuskóla og sumarstarfa
  • Almenn garðyrkjustörf í bæjarlandinu.
  • Þátttaka í starfi vinnuskólans ásamt ungmennunum
  • Leiðbeina ungmennum um rétt vinnubrögð
  • Skipuleggja verkaskiptingu og framkvæmd verkefna innan hóps.
  • Efla liðsheild og vinna með uppbyggileg samskipti
  • Annast ýmis skapandi verkefni og fræðslu 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri
  • Áhugi á umhverfismálum þarf að vera til staðar
  • Reynsla af störfum með unglingum er æskileg
  • Gott er að hafa mikla samskiptahæfni og skipulagsfærni
  • Umsækjandi þarf að vera góð fyrirmynd og samviskusamur
  • Vera til fyrirmyndar í hegðun og mætingu
  • Gilt bílpróf
Auglýsing birt27. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Miðnestorg 3, 245 Sandgerði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar