
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Flokkstjórar í Vinnuskóla Borgarbyggðar
Vinnuskóli Borgarbyggðar leitar af öflugum flokkstjórum í sumar með starfsstöð í Borgarnesi.
Flokkstjórar starfa með ungmennum á aldrinum 13-16 ára.
Hlutverk vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Lögð er áhersla á að venja nemendur við það sem koma skal á hinum almenna vinnumarkaði; reglusemi, stundvísi og ábyrgðartilfinningu. Áhersla er lögð á að starfsumhverfið sé hvetjandi og gefandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sér að hluta til um skipulagningu á verkefnum fyrir vinnuhópa 13-16 ára unglinga í samráði við yfirflokkstjóra.
- Stjórnar vinnuskólahópi á vettvangi, leiðbeinir um rétt vinnubrögð og hvetur hópinn til góðra verka.
- Flokkstjóri tekur þátt í þeim verkum sem hópurinn sinnir dags daglega.
- Ber ábyrgð á að skila tímaskýrslum nemenda til yfirflokkstjóra.
- Umsjón með hópeflisvinnu og forvarnarstarfi í viðkomandi hóp.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Lágmarksaldur er 18 ár.
- Áhugi á að vinna með unglingum er skilyrði.
- Reynsla af stjórnun og vinnu með ungu fólki er æskileg.
- Lipurð í samskiptum og samstarfi.
- Stundvísi og samviskusemi.
- Gerð er sú krafa að flokkstjórar í Vinnuskóla séu góðar fyrirmyndir í leik og starfi.
Fríðindi í starfi
- 36 klst. vinnuvika
- Heilsustyrkur
Auglýsing birt17. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Gunnlaugsgata 8A, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiMetnaður
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (8)

Stuðningsfulltrúi við Kleppjárnsreykjadeild GBF
Borgarbyggð

Skólaritari við Grunnskólann í Borgarnesi
Borgarbyggð

Leiðbeinandi í sumarfjöri
Borgarbyggð

Leikskólakennari/Leiðbeinandi í Klettaborg
Borgarbyggð

Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggðar
Borgarbyggð

Spennandi sumarstarf í búsetuþjónustu
Borgarbyggð

Sumarstörf í áhaldahúsi
Borgarbyggð

Einstaklingsstuðningur fyrir börn og ungmenni
Borgarbyggð
Sambærileg störf (12)

Frístundaleiðbeinendur í Vatnsendaskóla
Vatnsendaskóli

Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Vinagerði

Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Lækjarsel - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Óska eftir leikskólakennara/starfsmann á deild
Waldorfskólinn Sólstafir

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Tímabundin afleysing - fullt starf eða hlutastarf.
Leikskólinn Nóaborg

Leikskólaráðgjafar óskast á yngsta-, mið- og elsta stig.
Framtíðarfólk ehf.

Kennari á yngra stig í Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Leikskólakennari - leikskólaliði
Leikskólinn Maríuborg