
Fjölbreytt starf í eignaumsjón
FSRE leitar að kraftmiklum og lausnamiðuðum einstaklingi í öflugan hóp eignastjóra. Teymið hefur það hlutverk að hafa umsjón með reglubundnu viðhaldi og eftirliti með fasteignum í eigu ríkisins. Með það að markmiði að viðhalda ástandi eigna, kerfa og búnaðar í samræmi við þarfir leigutaka og notenda.
Eignastjóri sér um gerð áætlana ásamt eftirfylgni á viðhaldi fasteignasafnsins. Í því felast samskipti við ýmsa hagaðila auk þátttöku í stöðugum umbótum á verklagi við viðhald og rekstur fasteigna.
Um er að ræða líflegt og skemmtilegt starf á framsæknum og nútímalegum vinnustað.
Öllum umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Í samræmi við stefnu stjórnvalda er starfið auglýst óháð staðsetningu.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur nr. 1000/2019, um auglýsingar lausra starfa. Um fleiri en eina stöðu getur verið að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Sverrir Jóhannesson deildarstjóri (sverrir.johannesson@fsre.is) og Aldís Stefánsdóttir mannauðsstjóri (aldis.stefansdottir@fsre.is).
- Mat á ástandi fasteigna
- Gerð kostnaðar- viðhalds og framkvæmdaáætlana
- Umsjón með viðhalds- og endurbótaverkefnum
- Umsjón með kostnaðarbókhaldi eigna
- Þátttaka í teymisvinnu innan FSRE
- Menntun á sviði mannvirkjagerðar (Iðn- tækni eða háskólamenntun).
- Þekking og reynsla af viðhaldi fasteigna.
- Reynsla af verkefnastjórn.
- Frumkvæði og færni í jákvæðum samskiptum.
- Áhugi á byggingum og opinberum framkvæmdum.
- Skipulagshæfni og reynsla af framsetningu gagna.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.












