
Fagkaup ehf
Fagkaup veitir byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu.
Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg, Hagblikk og Þétt byggingalausnir. Um 350 starfsmenn vinna hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum.
Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa. Í Mannauðsstefnu Fagkaupa er lögð áhersla á tækifæri til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins.
Unnið er að jákvæðu, hvetjandi og öruggu starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er höfð að leiðarsljósi.

Fjölbreytt starf við vefumsjón
Vefumsjónarteymi Fagkaupa óskar eftir liðsauka við umsjón með vefsíðum félagsins. Fagkaup rekur verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindra, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, Áltak, K.H.Vinnuföt, Varma og vélarverk, Ísleif Jónsson og Hagblikk.
Starfið felur í sér uppsetningu og umsjón á vefsíðum félagsins, gagnasöfnun fyrir vefverslun og uppsetning vefvara, frétta og mynda á vefsíður og samfélagsmiðla.
Lögð er rík áhersla á jákvætt hugarfar, sjálfstæð vinnubrögð og góðan liðsanda.
Menntunar- og hæfniskröfur
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.
Þekking á HTML, CSS og Javascript kostur.
Kunnátta í notkun myndvinnsluforrita.
Kunnátta í textagerð og framsetningu texta.
Þekking og reynsla á vinnslu á gögnum frá Google og Facebook.
Helstu verkefni og ábyrgð
Uppsetningar og prófanir á for- og undirsíðum vefja.
Uppsetningar og prófanir á breytingum tengdum vefsíðum og vefverslunum.
Uppsetning á vefvörum með myndum, tækniskjölum, vottorðum og vörulýsingu.
Vinnsla tölfræðigagna um umferð á vefsíðum og samfélagsmiðlum.
Fríðindi í starfi
Heilsustyrkur
Jafnlaunavottun
Samgöngustyrkur
Auglýsing birt20. september 2022
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Klettagarðar 25, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FacebookFrumkvæðiGoogleTextagerðTeymisvinnaVefumsjónÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Brennur þú fyrir þjónustu?
Dekkjasalan

Heilsugæslan Miðbæ - móttökuritari
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sérfræðingar tækni- og kerfismála á varnarmálasviði Landhelgisgæslu Íslands
Landhelgisgæsla Íslands

Launaráðgjafi á launaskrifstofu Reykjavíkurborgar
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið

Starfskraftur afgreiðslu í Egilsstöðum
Frumherji hf

Metnaðarfullur SÖLU- og tæknifulltrúi
Boðtækni ehf

Quality Specialist
Controlant

Bókasafn – Deildarstjóri viðburða og markaðsmála
Reykjanesbær

Skrifstofustarf í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Ertu sérfræðingur í vef- og samfélagsmiðlum? (50% starf)
Kavita ehf.

Starfsmaður í netverslun - verslun
Sport Company ehf.

Þjónustufulltrúi fyrirtækja
Síminn