ReykjavíkurAkademían ses.
ReykjavíkurAkademían ses.
ReykjavíkurAkademían ses er miðstöð rannsókna og nýsköpunar sjálfstætt starfandi fræðimanna.

Fjölbreytt skrifstofu- og þjónustustarf

Starfsmaður á skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar

ReykjavíkurAkademían óskar eftir að ráða ábyrgan, skipulagðan og lausnamiðaðan einstakling í fjölbreytt starf á skrifstofu stofnunarinnar. Um hlutastarf er að ræða (50%) en möguleiki er á fullu starfi í framtíðinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
Samskipti og þjónusta við þau sem starfa í ReykjavíkurAkademíunni og við Félag ReykjavíkurAkademíunnar
Halda utan um félagatal og uppsetningu/skráningu til dæmis í gagnagrunna og kerfi stofnunarinnar
Aðstoða við reikningshald og söfnun upplýsinga um starfsemina
Sjá um pöntun á rekstrar- og skrifstofuvörum o.fl.
Umsjón með fundarherbergjum og með bókunum á fundarsal og fundarbúnaði
Gerð vinnuskema og umsjón með umgengni um kaffistofu
Halda utan um framkvæmd við viðburði á vegum stofnunarinnar
Reiðubúin(n) að taka að sér önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Vera úrræðagóð(ur) og geta sýnt fram á frumkvæði í starfi
Rík þjónustulund, lipurð í samskiptum og lausnamiðaður hugsunarháttur
Almenn tölvukunnátta er skilyrði
Reglusemi og stundvísi
Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti. Enskukunnátta er kostur
Áhugi eða þekking á starfssviði stofnunarinnar
Auglýsing stofnuð5. mars 2023
Umsóknarfrestur15. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Þórunnartún 2, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.