
Blindrafélagið
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er samfélagslegt afl – mannréttindasamtök – sem berst fyrir því að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu, innihaldsríku og ábyrgu lífi, og að þeim sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri til ábyrgrar, virkrar og viðurkenndrar þátttöku í öllum þáttum samfélagsins.
Fjáröflunar- og markaðsfulltrúi.
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi leitar að framtíðarstarfsmanni í starf fjáröflunar og markaðsfulltrúa í fullt starf.
Starfið: Meginhlutverk fjáröflunar- og markaðsfulltrúa Blindrafélagsins er að hafa umsjón með fjáröflunum, markaðsmálum og samfélagsmiðlum félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með Bakhjarlakerfi Blindrafélagsins.
- Víðsjá, tímarit Blindrafélagsins: Vinna í verkefnum sem koma að útgáfunni eins og söfnun auglýsinga og styrktarlína, tilboð í prentun, umbrot, pökkun og dreifingu.
- Happdrætti vor og haust: Öflun vinninga. Umsjón með útliti miða, prentun miða og greiðsluseðla, dreifingu, fréttatilkynningar o.fl.
- Fyrirtækjasöfnun og umsjón samvinnuverkefna.
- Sala á jólakortum.
- Leiðsöguhundadagatal Blindrafélagsins: Umsjón með hönnun og gerð dagatalsins. Sjá um tilboð í prentun, pökkun og dreifingu o.fl.
- Samfélagsmiðlar og vefsíða félagsins: Viðhald og umsjón með Facebook, Instagram, heimasíðu félagsins og öðrum miðlum félagsins á netinu.
- Skapa ný og spennandi tækifæri fyrir fjáraflanir og markaðssetningu félagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sölu- og markaðsmálum.
- Góð tölvukunnátta.
- Reynsla af notkun Teams og Office hugbúnaðar.
- Góð þekking á umsjón samfélagsmiðla.
Auglýsing birt19. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almannatengsl (PR)Almenn tæknikunnáttaEmail markaðssetningFacebookÍmyndarsköpunInstagramMailchimpMarkaðssetning á netinuMicrosoft ExcelMicrosoft OutlookMicrosoft WordPrentunTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (10)

Hljómahöll - Markaðs- og kynningarfulltrúi
Reykjanesbær

Marketing Activation Lead (part time)
Flügger Litir

Video Content Creator - Hlutastarf
MARS MEDIA

Markaðssnillingur - Birtingastjóri á stafrænum miðlum
MARS MEDIA

UGC myndbandagerð - snöggur peningur
KOKO vörur slf.

Upplýsingafulltrúi hjá Akraneskaupstað
Akraneskaupstaður

Markaðsfulltrúi - Tímabundið starf
Heimilistæki ehf

Markaðsstjóri Breiðabliks
Breiðablik

Sérfræðingur í stafrænni miðlun og textagerð
Icelandair

Söluráðgjafi Tannheilsu
Icepharma