Fjármálastjóri
Reykjalundur leitar að fjármálastjóra. Fjármálastjóri þarf að hafa brennandi áhuga á að leiða daglega umsýslu fjármála, áætlanagerð og greiningar.
Fjármálastjóri heyrir beint undir forstjóra og stýrir stoðþjónustudeild fjármála og greininga. Viðkomandi ber ábyrgð á markvissri upplýsingagjöf til forstjóra, stjórnenda og hagsmunaaðila.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á og umsjón með daglegum fjárreiðum, bókhaldi, uppgjörum, innheimtu og greiðslum.
- Ábyrgð á fjármálagreiningum og áætlanagerð.
- Ábyrgð á undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni rekstrar- og fjárhagsáætlana í samstarfi við forstjóra og stjórnendur.
- Leiðandi í hagnýtingu gagna og upplýsinga sem leiðir til markvissrar ákvarðanatöku.
- Upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðsla til stjórnenda um fjármálastjórnun, áætlanagerð og greiningar gagna.
- Frágangur ársreikninga í samráði við forstjóra og endurskoðendur.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun á sviðið fjármála, viðskiptafræði eða tengdum fögum sem nýtist í starfi.
- Framúrskarandi samskiptahæfni.
- Jákvætt viðmót og lausnarmiðuð nálgun.
- Umfangsmikil reynsla og þekking á fjármálum og rekstri fyrirtækja.
- Reynsla af áætlanagerð og fjárhagslegum greiningum er skilyrði.
- Sjálfstæð vinnubrögð og leiðtogahæfni.
- Frumkvæði, metnaður og öguð vinnubrögð.
- Reynsla af innleiðingu nýrra lausna og færni til að tileinka sér stafrænar lausnir.
- Hreint sakarvottorð er skilyrði.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað.
Upplýsingar um starfið veita Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585-2143 eða í gegnum netfangið gudbjorg@reykjalundur.is og Pétur Magnússon forstjóri í síma 585-2140 eða í gegnum netfangið petur@reykjalundur.is
Upplýsingar um Reykjalund er að finna á www.reykjalundur.is