Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður sem hefur djúpar rætur og 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp spennandi og lífilegan vinnustað þar sem unnið er með verðmætustu vörumerki í heimi. Markvisst er unnið að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsmanna. Sjálfbærnistefnan okkar er metnaðarfull og stikar leiðina að betra samfélagi og eru starfsmenn hvattir til að taka þátt í að fylgja henni eftir, sýna frumkvæði og vinna að sífelldum úrbótum.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum stjórnanda til að leiða fjármálasviði fyrirtækisins. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í alþjóðlegu umhverfi. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka reynslu af fjármálum, ríka leiðtogahæfni og metnað til að ná árangri.
Fjármálastjóri situr í framkvæmdastjórn CCEP á Íslandi og tilheyrir teymi fjármálastjóra CCEP í Norður-Evrópu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móta og framfylgja fjármálastefnu í samræmi við markmið fyrirtækisins.
- Ábyrgð á gerð ársreiknings og mánaðarlegum uppgjörum.
- Umsjón með bókhaldi, reikningsskilum, kostnaðareftirliti og fjármálaskýrslum.
- Áætlanagerð og eftirfylgni áætlana.
- Stjórnendaskýrslur og árangursmælingar.
- Dagleg stjórnun og rekstur fjármálasviðs fyrirtækisins.
- Samningagerð og önnur fjármálatengd verkefni.
- Ýmis umbótaverkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi leiðtogahæfni og drifkraftur.
- Árangursrík reynsla af stjórnun fjármála, fjárhagsáætlanagerð og greiningarvinnu.
- Frumkvæði, stefnumótandi hugsun og góð samskiptafærni.
- Lausnamiðuð hugsun og hæfni til ákvarðanatöku.
- Hæfni til að vinna undir álagi og ná árangri í síbreytilegu umhverfi.
- Reynsla af vinnu í alþjóðlegu umhverfi er kostur.
- Góð tök á ensku og íslensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
- Háskólanám í viðskiptafræði/fjármálum, verkfræði eða sambærilegu.
- Að minnsta kosti 5 ára reynsla í sambærilegu starfi.
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur16. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (3)