Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál

Fjármálastjóri

Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum og reyndum leiðtoga til að stýra fjármálasviði fyrirtækisins. Starfið er bæði umfangsmikið og krefjandi og hentar einstaklingi sem býr yfir færni á sviði fjármálastjórnunar og samskipta.

Fjármálastjóri þarf að búa yfir forystuhæfni, samskiptafærni, umbótahugsun og frumkvæði til að ná árangri í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð og umsjón með uppsetningu ársreiknings, mánaðarlegu uppgjöri og áætlanagerð.
  • Dagleg stjórnun og rekstur fjármálasviðsins.
  • Áætlanagerð og eftirfylgni þeirra.
  • Greining og gerð stjórnendaupplýsinga.
  • Kostnaðareftirlit, reikningshald og uppgjör.
  • Fjármögnun og áhættu- og lausafjárstýring.
  • Ýmis umbótaverkefni.
  • Aðstoð við samningagerð og önnur fjármálatengd verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur.
  • Árangursrík reynsla af sambærilegum störfum.
  • Mjög góð þekking á reikningshaldi, uppgjörum og áætlanagerð.
  • Reynsla af umbótaverkefnum og sjálfvirknivæðingu.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun.
  • Sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
  • Mjög góð tölvukunnátta skilyrði sem og góð enskukunnátta.
Auglýsing birt11. október 2024
Umsóknarfrestur24. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar