Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Fjármálastjóri

Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf fjármálastjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf á framsæknum og metnaðarfullum vinnustað. Viðkomandi gefst tækifæri til að þróa starfsemi og framtíðarskipulag sviðsins. Starfið krefst mikilla samskipta við stjórnendur og starfsfólk.
​​​
Fjármálastjóri situr í framkvæmdastjórn sjóðsins og vinnur m.a. með framkvæmdastjóra að reglubundinni upplýsingagjöf til stjórnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð og umsjón með uppsetningu ársreiknings, mánaðarlegu uppgjöri og áætlanagerð.
  • Ábyrgð á reikningshaldi og kostnaðareftirliti.
  • Ábyrgð á frágangi verðbréfaviðskipta og samskipti við innlenda og erlenda vörsluaðila.
  • Samskipti við og upplýsingagjöf til eftirlitsaðila.
  • Samskipti við innri og ytri endurskoðendur sjóðsins og þátttaka í starfi endurskoðunarnefndar.
  • Ábyrgð á tölulegri samantekt um starfsemi sjóðsins, þar á meðal sjálfbærniupplýsingum.
  • Innleiðing og eftirfylgni tækniþróunar á fjármálasviði í samræmi við stefnumörkun sjóðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur.
  • Víðtæk þekking og reynsla af reikningshaldi  og áætlanagerð.
  • Reynsla af stjórnunarstörfum.  
  • Reynsla af frágangi verðbréfaviðskipta er kostur.
  • Leiðtogahæfni og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Framúrskarandi hæfni við greiningar og framsetningu tölulegra gagna.
  • Stefnumótandi hugsun og hæfni til að leiða árangursríkar breytingar.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Þekking á málefnum lífeyrissjóða og starfsumhverfi þeirra er kostur.
  • Þekking og reynsla af Navision bókhaldskerfi er kostur.
  • Góð færni í íslensku og ensku.
Auglýsing birt10. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar