Merkjaklöpp ehf.
Merkjaklöpp er framsækið fyrirtæki staðsett á Akranesi sem hefur það að sérstöku markmiði að láta til sín taka í skipulagsmálum og mannvirkjagerð á Íslandi.
Merkjaklöpp á og rekur ýmis dótturfyrirtæki sín í þágu markmiða sinna en má þar nefna fyrirtækin Folium fasteignafélag og Keili ehf. en saman sérhæfa fyrirtækin sig í framkvæmdaráðgjöf og stýriverktöku við mannvirkjagerð á Íslandi.
Fyrirtækin þjónusta þá einnig önnur fyrirtæki og sveitarfélög við þróun fasteignaverkefna, fjármögnun, markaðssetningu, skipulagsmál o.fl.
Fjármálastjóri
Merkjaklöpp leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi til að gegna stöðu fjármálastjóra í vaxandi samstæðu fyrirtækja sem sérhæfa sig í þróun fasteignaverkefna, mannvirkjagerð, stýriverktöku o.fl.
Reynsla og bakgrunnur í reikningshaldi og bókhaldi skilyrði en viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni og axla ábyrgð.
Leitað er eftir framúrskarandi einstaklingi sem er óhræddur við áskoranir með góða reynslu af fjármálum og reikningshaldi að baki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð og umsjón með fjármálum fyrirtækjanna í daglegum rekstri.
- Ábyrgð og umsjón með reikningshaldi og bókhaldi.
- Ábyrgð og umsjón með reikningagerð og innheimtu.
- Samskipti við kröfuhafa og skuldunauta - Erlendis og hérlendis.
- Samskipti og samvinna með endurskoðanda félagsins.
- Eftirlit og reglubundin upplýsingagjöf á fjármálastöðu til stjórnenda.
- Stefnumótun og innleiðing verkferla með ábyrgri fjármálastjórn.
- Áætlunargerð - Eftirfylgni og framfylgja áætlunum.
- Stuðningur og stoðvinna með lykilstjórnendum fyrirtækjanna.
- Greining á fjármálaupplýsingum og skýrslugerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði fjármála sem nýtist í starfi. Háskólapróf kostur en ekki skilyrði.
- Góð þekking og reynsla af bókhaldskerfum á borð við DK og Reglu.
- Góð þekking og reynsla af fjármálastjórn, uppgjörum, bókhaldi og áætlanargerð.
- Framúrskarandi metnaður í starfi, öguð vinnubrögð og leiðtogahæfni.
- Heiðarleiki, hreinskilni í tjáningu og góð samskiptahæfni.
Auglýsing birt30. ágúst 2024
Umsóknarfrestur20. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaMjög góð
ÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Esjubraut 49, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
AfstemmingÁhættugreiningÁrsreikningarÁætlanagerðBirgðahaldDKFjárhagsáætlanagerðGjaldkeriHeiðarleikiHreint sakavottorðInnleiðing ferlaLaunavinnslaMetnaðurÖkuréttindiReglaReikningagerðSjóðsstreymiSkipulagUppgjör
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Skrifstofustarf
Reykjafell
Sérfræðingur á skrifstofu SSF
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Þjónustufulltrúi og bókari.
Vörubílastöðin Þróttur hf
Aðalbókari 70 % starf
Dreisam ehf.
Rekstur og fjármál
VEX
Aðalbókari Nespresso á Íslandi
Perroy ehf
Bókari
Borealis Data Center ehf.
50% bókari
Intellecta
Sérfræðingur í launavinnslu og bókhaldi
Arctic Adventures
FJÁRMÁLASTJÓRI
Norlandair
Bókari í hagdeild
Samskip
Sérfræðingur í launavinnslu
Öryggismiðstöðin