Fjármálafulltrúi / Aðalbókari
IceMar ehf. óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa / aðalbókara til starfa í fjárhagsdeild fyrirtækisins.
Leitað er að kraftmiklum, sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi með góða bókhaldsþekkingu, ríka þjónustulund og hugarfar stöðugra umbóta.
Um er að ræða spennandi framtíðarstarf í annað hvort 50% eða 100% starfshlutfalli með tækifæri til vaxtar innan samstæðunnar. Starfið felst í umsjón með fjárhagsbókhaldi félagsins og systurfélaga þess, afstemmingar, yfirsýn yfir innheimtur og undirbúning greiðslu reikninga, aðkoma að mánaðarlegum stjórnendauppgjörum og tilfallandi skýrslugerð.
- Fjárhags- og stjórnendabókhald.
- Reglubundnar afstemmingar og uppgjör.
- Launabókhald og virðisaukaskattskil.
- Lánardrottna- og viðskiptamannabókhald og afstemmingar.
- Aðkoma að mánaðarlegum stjórnendauppgjörum og ársendurskoðun.
- Samskipti við utanaðkomandi hagaðila.
- Önnur tilfallandi verkefni.
- Menntun og/eða haldbær reynsla sem nýtist í stöðu fjármálafulltrúa.
- Þekking eða færni í Business Central SaaS og WiseFish (kostur en ekki krafa).
- Góð almenn tölvukunnáttu og geta til að vinna á helstu Office forritum.
- Færni í notkun PowerBI er kostur.
- Samviskusemi og nákvæmni.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi og áhuga til að hvetja samstarfsfólk til þess sama.
- Traust, áreiðanleiki og fagmennska.
- Góð samskiptafærni, þjónustulund og geta til að koma frá sér upplýsingum á hnitmiðaðan hátt.
Icemar ehf. er fiskútflytjandi og er hluti af alþjóðlegri samsteypu Sealaska / New England Seafood sem starfa á sviði matvælaframleiðslu og endurnýjanlegrar orku og nær starfsemi félaganna til fjölda landa. Systurfyrirtæki IceMar á Íslandi eru AG Seafood og Icelandic Lava Pure Salmon.
Hjá IceMar erum við stolt af því að vera viðurkennt sem Framúrskarandi Fyrirtæki og sem sjálfstæður fiskútflytjandi er traust og áreiðanleiki mikilvæg gildi í okkar starfsemi.
Frekari upplýsingar veitir Haukur Skúlason; haukurskula@icemar.is