
Alva Capital ehf
Alva Capital er fjárfestingarfélag sem hefur í gegnum tíðina komið að stofnun og rekstri fjölmargra spennandi fyrirtækja (s.s. Netgíró, Heimkaup, Inkasso og Moberg).
Megin áherslur félagsins í dag eru fjárfestingar í þróun og rekstur fasteigna. Við ætlum okkur stóra hluti í fasteignaþróun á næstu misserum!
www.alvacapital.is
Fjármála- og rekstrarstjóri Alva Capital
Leitað er að metnaðarfullum og árangursdrifnum aðila sem vill taka þátt í spennandi uppbyggingu Alva Capital. Megin áherslur félagsins eru þróun og rekstur fasteigna auk þess sem félagið hefur fjárfest í rekstrarfélögum.
Fjármála- og rekstrarstjóri ber ábyrgð á fjármálum og daglegum rekstri Alva Capital. Viðkomandi mun eiga sæti í framkvæmdastjórn félagsins og taka virkan þátt í stefnumótun og framfylgni á henni ásamt því að taka þátt í hinum ýmsu umbótaverkefnum. Fjármála- og rekstrarstjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirumsjón með daglegum rekstri.
Framkvæmd og eftirfylgni markmiðasetningar og áætlanagerðar.
Reikningshald, mánaðarleg uppgjör, árshluta- og ársuppgjör ásamt samskiptum við endurskoðendur.
Greiningar á sviði fjármála, viðskipta og á hagræðingartækifærum í rekstri.
Fjármögnun og samskipti við fjármálastofnanir.
Samningagerð við þjónustuaðila og birgja.
Ábyrgð á innra eftirliti og lögfræðilegum málefnum.
Yfirsýn og umsjón með fjárfestingum félagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði endurskoðunar, viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Árangursrík stjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar.
Mikil færni og reynsla á sviði fjármála og rekstrar.
Reynsla af störfum á fjármálasviði hjá bygginga-, fasteignafélögum eða fyrirtækjum í skildum rekstri.
Færni í markmiðasetningu, áætlanagerð sem og af umbótaverkefnum.
Mjög góð þekking á Excel og BI greiningartólum ásamt færni í greiningarvinnu.
Drifkraftur, jákvæðni og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum.
Starfstegund
Staðsetning
Laugavegur 182, 105 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Fjármála- og skrifstofustjóri
Skaftárhreppur
Finance Manager
Höfði Lodge Hótel
Framkvæmdastjóri
Sturlaugur Jónsson og Co.
Framkvæmdastjóri VBS Þróttur hf.
Vörubílastöðin Þróttur hf
Framleiðslu- og gæðastjóri
Málning hf
Rekstrarstjóri
Deluxe Iceland 
Stöðvarstjóri á Blöndusvæði
Landsvirkjun
Forstöðumaður Frístundaheimilisins Bifrastar
Sveitarfélagið Árborg
Sérfræðingur í Reikningshaldi
Challenge Technic ehf.
Leiðtogi grunnskólamála - Nýtt og spennandi starf
Hafnarfjarðarbær
Ævintýragjarn og árangursdrifinn rekstrarstjóri
Volcano Trails
Deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinuMá bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.