Embætti forseta Íslands
Embætti forseta Íslands

Fjármála- og rekstrarstjóri

Embætti forseta Íslands auglýsir laust til umsóknar starf fjármála- og rekstrarstjóra. Fjármála- og rekstrarstjóri annast fjármál og mannauðsmál embættisins, hefur umsjón með áætlanagerð, fjárlagaerindum og rekstri. Viðkomandi tekur einnig þátt í margvíslegum öðrum verkefnum sem forseti og forsetaritari fela honum, meðal annars í tengslum við alþjóðasamskipti, skipulagningu ferðalaga, heimsókna og annarra viðburða. Um er að ræða afar krefjandi, fjölbreytt og áhugavert starf.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af bókhaldsvinnu, rekstri og stjórnun fjármála.
  • Reynsla af starfsmannamálum, þar með talið umsjón með starfssamningum og launaumsýslu er æskileg.
  • Reynsla og þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur.
  • Reynsla af alþjóðlegum samskiptum og samstarfsverkefnum er æskileg.
  • Lipurð í samskiptum, skipulagshæfni og sveigjanleiki á miklum annatímum.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Reynsla af umsýslu vegna ferða innanlands og erlendis er æskileg.
  • Góð tækni- og tölvukunnátta.
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
  • Gott orðspor.

Starfið er laust í janúar 2026.

Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um er að ræða fullt starf, sem heyrir undir forsetaritara og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225 og Sif Gunnarsdóttir, forsetaritari í síma 540 4400.

Auglýsing birt3. desember 2025
Umsóknarfrestur17. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sóleyjargata 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar