Starfsmaður á kaffistofu - Háma

Félagsstofnun stúdenta Sæmundargata 4-10, 101 Reykjavík


Við leitum að hressu og skemmtilegu starfsfólki í afgreiðslustörf í kaffistofum okkar.

Almenn lýsing
Starfsmaður kaffistofu sér um öll innkaup söluvarnings fyrir kaffistofu. Innkaup á nýjum vörum eru í samráði við næsta yfirmann.
Starfsmaður sér um dagleg uppgjör á afgreiðslukössum.
Almenn afgreiðsla felst í að liðsinna viðskiptavinum varðandi söluvarning. Starfsmaður sér til þess að verslunarrými sé snyrtilegt og vörur settar fram á snyrtilegan hátt samkvæmt viðmiðum.

Helstu verkefni
 Innkaup söluvarnings og samþykkt á reikningum
 Afgreiðsla viðskiptavina
 Áfyllingar í hillur, kæla og á borð
 Halda hillum, kælum og borðum snyrtilegum og hreinum
 Áfyllingar á leirtaui og sækja leirtau í fráleggsvagna
 Daglegt uppgjör
 Önnur tilfallandi störf

Einnig er í boði hlutastarf 50%.

Vinnutími er mismunandi eftir kaffistofum en almennt frá 8-16/7-15.

Starfsemi Hámu og Kaffistofa stúdenta fylgir skólaári Háskóla Íslands og liggur starfsemin því að mestu niðri yfir sumartíman, en starfsmenn mæta til starfa aftur við byrjun skólaárs.

Hæfni umsækjenda:

Íslensku mælandi
Rík þjónustulund
Færni í mannlegum samskiptum
Drífandi og röggsemi
Geta til að vinna sjálfstætt
Stundvísi
Reglusemi
Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Auglýsing stofnuð:

12.08.2019

Staðsetning:

Sæmundargata 4-10, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi