
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Félagsráðgjafi óskast í Rafræna miðstöð velferðarsviðs
Rafræn miðstöð leitar að kraftmiklum félagsráðgjafa sem hefur það hlutverk að veita íbúum ráðgjöf og leiðbeina um þá þjónustu sem borgin og samstarfsaðilar veita.
Rafræn miðstöð annast móttöku og afgreiðslu umsókna og símaráðgjöf til íbúa. Jafnframt hefur miðstöðin það hlutverk að framfylgja þjónustustefnu, móta gæðaferla og sinna samræmingu og eftirliti með viðmóti, aðgengi og þjónustu í starfsemi velferðarsviðs.
Rafræn miðstöð er fjölskylduvænn vinnustaður sem leggur áherslu á líðan starfsmanna og góðan starfsanda og hefur unnið til verðlauna í stofnun ársins síðustu ár.
Um er að ræða fullt ótímabundið starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf til íbúa í gegnum síma eða stafrænar lausnir
- Vinnsla umsókna og einstaklingsmála sem berast rafrænt
- Upplýsingagjöf og leiðbeiningar um velferðarþjónustu
- Þátttaka í mótun gæðaferla og upplýsingagjafar til íbúa og starfsfólks
- Þátttaka í teymisvinnu í Rafrænni miðstöð
- Þátttaka í þverfaglegu starfi með miðstöðvum og hagaðilum
- Þátttaka í umbótum, samræmingu og stafrænni vegferð velferðarsviðs
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf
- Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund
- Frumkvæði, gagnrýnin hugsun, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
- Íslensku- og enskukunnátta á stigi B1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuviku í fullu starfi
- Heilsustyrk, menningarkort og frítt í sund
- Samgöngusamning
- Gott mötuneyti
Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur23. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðMetnaðurSjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (8)

Sjúkraliði með diplómunám
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Umburðarlyndur og lausnamiðaður starfskraftur óskast í viðbragðsteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir öflugum verkefnastjóra fræðslumála
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarnemar / læknanemar - Droplaugarstaðir
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

4. eða 5. árs læknanemi í sumarafleysingu - Eir endurhæfing
Eir hjúkrunarheimili

Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Skemmtilegt starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sérfræðingur í Barnahúsi
Barna- og fjölskyldustofa

Fagmenntaður ráðgjafi í Bergið headspace
Bergið headspace

Hjúkrunarfræðingur - Dagdeild skurðlækninga Hringbraut
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í ígræðsluteymi
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í meltingarteymi
Landspítali

Sjúkraliðar á bæklunarskurðdeild B5 Fossvogi
Landspítali

Gleðilegt ár! Hressar aðstoðarkonur óskast á þriðjudögum og um helgar á nýju ári
Anna Kristín Jensdóttir

Hjúkrunarfræðingur/Ljósmóðir óskast í dagvinnu
Livio Reykjavík

Ertu hjúkrunarfræðingur með áhuga á gagnagreiningu?
Landspítali