
Akraneskaupstaður
Akranes er stærsta sveitarfélag Vesturlands með rúmlega 8.500 íbúa.
Hjá Akraneskaupstað starfa tæplega 800 manns í 20 stofnunum. Bærinn rekur tvo grunnskóla, fjóra leikskóla, frístundastörf, búsetukjarna, miðlæga skrifstofu, tónlistarskóla, bókasafn, slökkvilið og byggðasafn svo fátt eitt sé nefnt. Akranes er framsækið sveitarfélag sem hefur jákvæðni, metnað og víðsýni að leiðarljósi í þjónustu og uppbyggingu sveitarfélagsins.
Akranes er einstaklega fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem gott er að búa og ala upp börn. Bærinn er bæði heilsueflandi og barnvænt samfélag og framfylgir stefnu um slíkt. Það sem einkennir Akranes er flatlendi þess og er því mjög þægilegt að ganga og hjóla um bæinn. Auk þess eru möguleikar til útivistar fjölbreyttir og stutt í ósnortna náttúru.

Félagsráðgjafi/fagaðili í barnaverndarþjónustu
Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar auglýsir stöðu félagsráðgjafa í samþætta farsældar- og barnaverndarþjónustu. Um er að ræða 100% tímabundna stöðu til eins árs. Leitað er eftir félagsráðgjafa með starfsréttindi í félagsráðgjöf eða aðra sambærilega háskólamenntun sem nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á allri almennri vinnslu barnaverndarmála.
- Bakvaktir í barnavernd.
- Greining á þjónustuþörfum barns og fjölskyldu þess.
- Veita ráðgjöf og upplýsingar um vernd barna og þjónustu í þágu farsældar barns.
- Bera ábyrgð á málstjórn í stuðningsteymum þar með talið ráðgjöf og upplýsingar um samþættingu þjónustu.
- Gerð og eftirfylgd meðferðar- og stuðningsáætlana sem og mat á árangri.
- Teymisvinna og samstarf við lykilstofnanir og hagsmunasamtök í málefnum barna.
- Þátttaka í þverfaglegu samstarfi innan sveitarfélagsins og utan þess.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda.
- Víðtæk þekking og reynsla af þjónustu við börn og fjölskyldur.
- Þekking og reynsla af vinnslu barnaverndarmála.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Þekking á lagaumhverfi og stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkis er kostur.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð viðhorf.
- Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
- Íslenskukunnátta (B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur.
Auglýsing birt1. desember 2025
Umsóknarfrestur15. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Dalbraut 4, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (9)

Félagsráðgjafi í barnavernd
Sveitarfélagið Ölfus

Ráðgjafi í þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur
Sveitarfélagið Árborg

Sérfræðingur í klínískri sálfræði - Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Framkvæmdastýra áfangaheimilis fyrir konur
Lítil þúfa fta.

Sérfræðingur í fósturteymi
Barna- og fjölskyldustofa

Lágafellsskóli - Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi
Lágafellsskóli

Sérkennsla/atferlisfræðingur í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg

Ráðgjafi VIRK á höfuðborgarsvæðinu
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Starfsfólk óskast í dagvinnu í búsetuúrræði
Hrafnkatla – fjölskylduheimili og búsetuúrræði