
Félag iðn- og tæknigreina
Félag iðn- og tæknigreina – skammstafað FIT – er stærsta einstaka stéttarfélag iðnaðarfólks á Íslandi. Félagar í FIT eru í dag um sjö þúsund talsins en félagið var stofnað árið 2003, þegar hátt í tuttugu félög iðnaðarfólks – sem mörg eiga allt að hundrað ára sögu – runnu saman í eitt.
Hagsmunagæsla fyrir félagsfólk er aðalverkefni félagsins en markmið þess er að auka fjárhagslegt öryggi og lífsgæði. Á grundvelli mánaðarlegra gjalda frá félagsfólki starfrækir félagið fimm sjóði: félagssjóð, sjúkrasjóð, menntasjóð, orlofssjóð og vinnudeilusjóð. Félagið kappkostar að veita bæði faglega og hraða þjónustu. Í því skyni rekur félagið fimm skrifstofur; á Stórhöfða í Reykjavík, í Reykjanesbæ, á Selfossi, á Akranesi og í Vestmannaeyjum.
FIT hefur verið í fararbroddi stéttarfélaga þegar kemur að innleiðingu tæknilegra nýjunga og er þannig bæði framsækið og öflugt stéttarfélag sem sækir styrk sinn hvoru tveggja í fjölbreytni og stærð. Hjá félaginu er sérstök áhersla á að höfða til ungs fólks á vinnumarkaði.
FIT er aðili að Samiðn, sambandi iðnfélaga og Alþýðusambandi Íslands en félagið á einnig aðild að norrænum og alþjóðlegum samtökum.
Félag iðn- og tæknigreina auglýsir eftir starfsmanni
Félag iðn- og tæknigreina (FIT) auglýsir eftir að ráða einstakling í 100% starf á skrifstofu félagsins að Stórhöfða 31 Reykajvík. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf.
Nánari upplýsingar veitir Karl í síma 5356007 eða í tölvupósti starf@fit.is
Helstu verkefni og ábyrgð
Móttaka.
Símsvörun, upplýsingagjöf og túlkun kjarasamninga.
Útreikningur og ýmis verkefni tengd kjaramálum.
Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Þekking á kjarasamningum og reynsla af skrifstofustörfum. kostur.
Þjónustulund, jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð almenn tölvukunnátta.
Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
Kunnátta í pólsku kostur.
Auglýsing stofnuð21. september 2023
Umsóknarfrestur9. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Stórhöfði 31, 110 Reykjavík
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi
Póstdreifing ehf.
Mannauðsfulltrúi/launafulltrúi
Stjörnugrís hf.
Executive Assistant (Fixed Term Contract)
NetApp Iceland
Þjónustufulltrúi
N1
Starfsmaður á skrifstofu
Slysavarnafélagið Landsbjörg
Nýliðamóttaka
Landspítali
Málstjóri farsældar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Ábyrgðafulltrúi BL
BL ehf.
Sérfræðistörf í miðbæ Akureyrar
Skatturinn
Viðskiptastjóri bíla- og tækjafjármögnunar
Arion banki
Móttökustarfsmaður
Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Ey...
Viðskiptaeftirlit óskar eftir liðsauka
Arion banki