
Dagar hf.
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980.
Við leggjum áherslu á að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar. Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón og virðisaukandi vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.
Starfsemin teygir anga sína víða um land, Dagar eru með fastar starfsstöðvar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ auk höfuðstöðva í Garðabæ.
Hjá Dögum starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt og verkvit til að létta viðskiptavinum sínum lífið.
Gildin okkar eru virðing, frumkvæði, ábyrgð og gæði.
Vinnustaðurinn
Hjá Dögum starfa um 800 einstaklingar af mismunandi þjóðernum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu.
Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.
Við leggjum áherslu á starfstengda fræðslu og frá fyrsta degi fær starfsfólk þjálfun sem leggur áherslu á öryggi og tryggir rétt handtök í einu og öllu.
Við vitum að ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum og þess vegna leggjum við áherslu á heilbrigt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Við liðsinnum okkar fólki að eflast og ná árangri og erum stolt þegar við sjáum það blómstra í lífi og starfi.

Fasteignaumsjón
Fjölbreytt verkefni tengd fasteignaumsjón
Menntunar- og hæfniskröfur
Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Handlagni, skipulagshæfileikar og lausnamiðun
Frumkvæði
Iðnmenntun er kostur en ekki skilyrði, reynsla af sambærilegum störfum er kostur
Sterk öryggisvitund, stundvísi, snyrtimennska og samviskusemi
Helstu verkefni og ábyrgð
Minni háttar viðhald og viðgerðir á húsnæði
Samskipti við tengiliði húseigna og þjónustuaðila
Umsjón með vinnu aðkeyptra verktaka
Önnur tilfallandi verkefni er tengjast fasteignaumsjón
Auglýsing birt11. september 2023
Umsóknarfrestur11. október 2023
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Lyngás 17, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHandlagniMannleg samskiptiSamviskusemiStundvísiÞjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Gólflagningar - Höfuðborgarsvæði
Gólflagningar

Gólflagningar - Akureyri
Gólflagningar

Vélamaður / gröfumaður
Garðaþjónusta Sigurjóns ehf

Húsasmiðir óskast
RENY ehf.

Vinna í framleiðslu / Production job
Freyja

Ertu vélfræðingur og/eða með reynslu af skiparafmagni?
Tækniskólinn

Borstjóri
Vatnsborun ehf

Maintenance Supervisor
Flóra Hotels

Orkubú Vestfjarða - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Almennur starfsmaður óskast í Fiskimjölsverksmiðju Brims á Vopnafirði
Brim hf.

Starfsmaður í smur- og dekkjaþjónustu/Oil and tire service
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Sérfræðingur í iðntölvustýringum
Héðinn