LANDMARK fasteignamiðlun ehf
LANDMARK fasteigamiðlun var stofnuð árið 2010 og er ein öflugasta og framsæknasta fasteignasala landsins.
Starfsmenn okkar hafa allir brennandi áhuga og viðamikla reynslu af fasteignaráðgjöf og sölu fasteigna en samanlagður starfsaldur okkar í greininni telur í áratugum. Hjá okkur starfa 12 löggiltir fasteignasalar sem allir eru aðilar að félagi fasteignasala.
Fasteignasalar á LANDMARK starfa á grundvelli löggildingar samkvæmt lögum um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015 sbr. lög 131/2015. Aðstoðarmenn fasteignasala starfa á grundvelli undanþáguákvæða sömu laga um starfsheimildir nemenda sbr. 8.gr. a. og ákvæða II og IV til bráðabirgða. Við sölu eigna skipta fasteignasalar og aðstoðamenn fasteignasala með sér verkum í samræmi við ákvæði laga. Aðstoðamenn fasteignasala aðstoða við úttekt eigna og gerð söluyfirlits, aðstoða við gerð kauptilboðs, sýna fasteign og aðstoða við gerð fjárhagslegs uppgjörs. Aðstoðamaður fasteignasala starfar á ábyrgð löggilts fasteignasala.
Hlutverk okkar er að leiða saman kaupandur og seljendur fasteigna með sameiginlega hagsmuni beggja aðila að leiðarljósi þannig að allir aðilar gangi ánægðir frá borði, mæli með þjónustu okkar og leiti til okkar aftur.
Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar, jafnt kaupendum og seljendum bestu þjónustu sem völ er á með því að ástunda vönduð og heiðarlega vinnubrögð.
Fasteignasali óskast
LANDMARK fasteignamiðlun leitar eftir öflugum fasteignasala til starfa á skrifstofu okkar í Hlíðasmára í Kópavogi. Um er að ræða lifandi starf í góðu starfsumhverfi.
Á LANDMARK fasteignamiðlun er öflug liðheild og góður starfsandi þar sem áhersla er lögð á framúrskarandi þjónustu og fagleg vinnubrögð. Góð vinnuaðstaða í boði.
Menntun og hæfniskröfur
- Löggilding og reynsla af sölu fasteigna er skilyrði.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og rík þjónustulund.
- Góðir skipulagshæfileikar, samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð.
- Almenn tölvukunnátta, menntun sem nýtist í starfi og gott íslenskt málfar.
- Hreint sakavottorð.
Öllum umsóknum verður svarað og verða þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar n.k.
Frekari upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312, eða ss@landmark.is
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur7. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Enska
MeðalhæfniValkvætt
Pólska
MeðalhæfniValkvætt
Staðsetning
Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
SamviskusemiSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)