Airport Associates
Airport Associates
Airport Associates

Farþegaþjónusta

Farþegaþjónusta Airport Airport Associates leitar að metnaðarfullum og þjónustumiðuðum aðilum í sumarstarf. Í starfinu fellst meðal annars innritun farþega fyrir hönd hinna ýmsu flugfélaga, birgðun flugvéla og aðstoð við farþega af ýmsu tagi.

Starfsfólki farþegaþjónustu er æskilegt að tala og skilja ensku mjög vel, hafa góða tölvu kunnáttu og hæfni til að læra örugglega á ný kerfi. Við veitum þjónustu allan sólarhringinn og vinnum því með vaktakerfi þar sem starfsfólk vinnur bæði dag- og næturvaktir. Til þess að þrífast í starfinu verður starfsfólk farþegaþjónustunnar að hafa gaman að samskiptum við fólk, treysta sér í að hjálpa farþegum í erfiðum aðstæðum og vera einstaklega þjónustumiðað.

Nýtt starfsfólk farþegaþjónustu mun sækja tveggja vikna námskeið áður en störf formlega hefjast til að afla sér þeirrar þekkingar sem nauðsynleg er til þjónustu við flugfélögin og farþega þeirra.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Viktoría Arnardóttir, mannauðssérfræðingur, viktoria@airportassociates.com

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Innritun Farþega og farangurs
  • Skimun og staðfesting vegabréfa og nauðsynlegra skjala
  • Byrgðun flugvélar
  • Samskipti við farþega
  • Loka skref söluferlis fyrir hönd flugfélaga
  • Þjónustuborð flugfélaga
  • Aðstoð við sjálfs-innritun farþega

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mjög góð ensku kunnátta
  • Mjög góð þjónustulund
  • Góð tölvukunnátta
  • Reynsla af þjónustustörfum
  • Hrein sakaskrá
Auglýsing stofnuð31. janúar 2024
UmsóknarfresturEnginn
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar