Matvælastofnun
Matvælastofnun

Fagsviðsstjóri - aðskotaefni og aukefni í matvælum

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf fagsviðsstjóra á sviði aðskotaefna og aukefna, í matvæladeild samhæfingarsviðs stofnunarinnar. Um fullt starf er að ræða á aðalskrifstofu Matvælastofnunar á Selfossi eða annarri starfstöð stofnunarinnar utan höfuðborgarsvæðisins.

Matvælastofnun er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem gætir hagsmuna neytenda og málleysingja. Megináhersla er lögð á starfsánægju, samskipti ásamt því að vera öflugt og lifandi þekkingarsamfélag.

Við stöndum vörð um heilsu manna, dýra og plantna og aukum þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Gildi Matvælastofnunar eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur umsjón með málaflokkunum um aðskotaefni (þ.m.t. varnarefnaleifar) og aukefni
  • Kemur að gerð eftirlitsáætlana
  • Gerð leiðbeininga og fræðsluefnis fyrir eftirlitsfólk, matvælafyrirtæki og neytendur
  • Vinnur sýnatökuáætlanir 
  • Samskipti við rannsóknarstofur
  • Samskipti við innlendar og erlendar stofnanir varðandi málaflokkana
  • Vinnur að innleiðingu löggjafar í málaflokkunum
  • Fylgjast með löggjöf og þróun á sínu starfssviði, þ.m.t. erlendu samstarfi 
  • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð 
  • Fræðsla og upplýsingagjöf innan og utan stofnunar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Matvælafræðingur, efnafræðingur eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. 
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg 
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi 
  • Skipulags- og samskiptahæfileikar 
  • Góð almenn tölvukunnátta 
  • Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt5. október 2024
Umsóknarfrestur14. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar