Rafeindavirki/Rafvirki

Exton Vesturvör 30C, 200 Kópavogur


Exton er þekkingarfyrirtæki. Mikilvægasta söluvara okkar er þekking starfsmanna hvort sem er á búnaðinum sem við vinnum með eða þörfum viðskiptavina okkar. Flestir starfsmenn hafa áralanga reynslu úr leikhúsum, viðburðum, tónleikum eða sjónvarpi. Exton er með starfstöðvar í Kópavogi og Akureyri.

Hæfniskröfur:

• Sveinspróf eða sambærileg menntun æskileg

• Góð tölvuþekking

• Jákvæðni og góð þjónustulund

• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

• Vönduð vinnubrögð

Meðal verkefna:

• Uppsetning á hljóð-, ljós-,og myndbúnaði

• Viðhald og viðgerðir

• Önnur tilfallandi verkefni

Um framtíðarstarf er að ræða og er umsóknarfrestur til og með 10. ágúst 2019. Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá þar sem gerð er grein fyrir reynslu og hæfni viðkomandi til að sinna starfinu. Umsókn skal senda á sigurjon@exton.is. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón S-840-4507.

Auglýsing stofnuð:

01.08.2019

Staðsetning:

Vesturvör 30C, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi