EFLA hf
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hjá EFLU starfa um 400 starfsmenn í samstæðu fyrirtækisins á Íslandi og erlendis. EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörgum sviðum. Sameiginlegt markmið þess er að auka virði fyrir viðskiptavinina með því að veita bestu mögulegu þjónustu og lausnir.
EFLA hf

Ertu sérfræðingur í hönnun rafkerfa í iðnaðarumhverfi?

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi með sérþekkingu á hönnun rafkerfa í iðnaðarumhverfi. Starfið er unnið þverfaglega milli sviða og teyma innan EFLU og mögulegt er að sinna því óháð staðsetningu. Verkefni tengjast meðal annars sjávarútvegi, álframleiðslu, gagnaverum og öðrum iðnaði. Starfið tilheyrir iðnaðarsviði og er innan fagteymis raf- og fjarskipta.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hönnun raflagna í iðnaðarumhverfi
Verkefnastýring
Gerð útboðsgagna
Gerð kostnaðaráætlana
Ráðgjöf á sviði hönnunar og þjónusta til viðskiptavina
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði rafmagnsverkfræði eða tæknifræði
Reynsla af raflagnahönnun
Reynsla í notkun AutoCad og Revit er kostur
Nákvæmni, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
Framúrskarandi samskipta- og samstarfsfærni
Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
Fríðindi í starfi
Samgöngustyrkur
Góður og hollur matur í hádeginu
Hreyfistyrkur
Vellíðunarstyrkur
Símaáskrift og heimatenging
Gleraugnastyrkur
Símastyrkur
Hleðsla á rafbíl
Auglýsing stofnuð8. júní 2023
Umsóknarfrestur18. júní 2023
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.