

Ertu sérfræðingur í hjúkrun?
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í hjúkrun á taugalækningadeild.
Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk auk klínískra starfa er ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda auk rannsóknar- og þróunarvinnu. Enn fremur felur starfið í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.
Á taugalækningadeild starfar um 60 manna samhent þverfaglegt teymi reynds starfsfólks sem þjónar sjúklingum með taugasjúkdóma. Deildin sinnir taugasjúklingum í bráðafasa og hefur endurhæfingu. Markviss samvinna er við göngudeild taugasjúkdóma sem einnig tilheyrir taugalækningadeild.
Góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til vaxtar í starfi. Við vinnum markvisst að því að gera deildina okkar betri og fögnum nýjum hugmyndum. Í taugalækningum er hröð framþróun og vel fylgst með nýjungum. Ráðið er í starfið frá 1. október 2023 eða skv. nánara samkomulagi.





























































