
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Ertu næsti UT meistari okkar ?
Við leitum að öflugum, lausnamiðuðum og metnaðarfullum tæknisnillingi í teymið okkar. Ef þú brennur fyrir tækni, vilt vinna með öflugu og skemmtilegu fólki og takast á við spennandi áskoranir og þróun í starfi, þá viljum við heyra frá þér.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Ábyrgð á rekstri og viðhaldi á innviðum fyrirtækisins, þar á meðal netkerfum, þjónustu- og öryggislausnum.
-
Uppsetning, uppfærsla og viðhald á hugbúnaði og vélbúnaði.
-
Tryggja stöðugleika og öryggi kerfa.
-
Veita tæknilegan stuðning og ráðgjöf til starfsmanna og notenda.
-
Lausn á daglegum tæknivandamálum, þar með talið aðstoð við aðgang að kerfum, lausn á tölvuvandamálum og leiðbeiningar í notkun á kerfum og búnaði.
-
Framkvæma þjálfun og uppfærslu á notkun kerfa og tækni innan fyrirtækisins.
-
Vinna náið með öðrum deildum til að tryggja samræmingu og skilvirkni í tæknilegu umhverfi.
-
Skilgreina og framfylgja stefnu og ferlum varðandi tæknilega uppsetningu og notkun.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Menntun í tölvunarfræði, upplýsingatækni eða sambærilegu námi.
-
Reynsla af rekstri og viðhaldi tölvukerfa og netumhverfis.
-
Reynsla af notendaaðstoð og tæknilegu stuðningsstarfi er kostur.
-
Reynsla í skýjalausnum og gagnagrunnum.
-
Mjög góð þekking á netumhverfi, kerfisstjórnunarkerfum og öryggislausnum.
-
Mjög góð þekking á Office 365 umhverfinu og Azure.
-
Góð þekking á Sharepoint.
-
Þekking á helstu stýrikerfum (Linux, Windows) og netstillingum.
-
Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund.
-
Hafa lausnamiðaðan hugsunarhátt og getu til að takast á við krefjandi verkefni.
Auglýsing birt13. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurhraun 10, 210 Garðabær
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Bakenda forritari
Nova

DevOps sérfræðingur
Nova

Séní í kerfisrekstri
Nova

Sumarstarf - GreenFish Developer
GreenFish

Sérfræðingur í gagnaforritun (e. Data Engineer)
Síminn

Vörueigandi Áhættustýringarlausna
Íslandsbanki

Salesforce forritari
VÍS

CRM Manager
Key to Iceland

Öryggis- og net sérfræðingur
Arion banki

Gagna- og viðskiptagreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Business Central Specialist
Embla Medical | Össur

Bakendaforritari/Backend Developer
Fuglar ehf.