Ertu jólabarn? Jólahlutastarf á Laugaveginum
Við leitum að jólastarfskrafti í hlutastarf í verslun okkar á Laugavegi. Ertu jólabarn? Ertu sveigjanleg/ur/t, áreiðanleg/ur/t og hress/t? Vertu þá með okkur á skemmtilegasta, annasamasta og hátíðlegasta tíma ársins!
Við viljum að það sé gaman í Flying Tiger Copenhagen – hvort sem um viðskiptavini eða starfsfólk er að ræða.
Ert þú týpan sem getur gert heimsókn í Flying Tiger Copenhagen að skemmtun, afgreitt viðskiptavini okkar, haldið hillunum hreinum, áfylltum og fínum og passað upp á að búðirnar okkar séu alltaf í toppstandi og aðlaðandi? Kemur ekki of seint og finnst gaman að hafa nóg að gera?
Við leitum að starfsfólki (18 ára og eldri) í tímabundið hlutastarf í desember og janúar með möguleika á áframhaldandi hlutastarfi. Viðkomandi þarf að geta unnið seinni partinn og vikuna fyrir jól, fram á kvöld. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.
Hljómar eins og starf fyrir þig? Ekki bíða! Sendu inn umsókn strax í dag.
Almenn verslunarstörf
Dugnaður, breitt bros og stundvísi