
Sensa ehf.
Sensa er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með starfsstöðvar í tólf löndum sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig.
Við bjóðum upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem reynt er að koma til móts við þarfir hvers og eins eftir bestu getu.
Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að starfsfólk styrki sig í þekkingu og menntun með ýmsu móti og geti vaxið á eigin forsendum.
Eigandi Sensa er norska fyrirtækið Crayon sem starfar í 46 löndum. Crayon býður ýmsar lausnir í upplýsingatækni og er Sensa virkur þátttakandi í þróun þeirra lausna og í þjónustu við fyrirtæki á alþjóðavettvangi.

Ertu Jira/Atlassian gúrú?
Hefur þú starfað við rekstur og/eða þjónustu Jira og Confluence og vilt takast á við nýjar áskoranir?
Við leitum að einstaklingi með mikla þekkingu á Atlassian svítunni. Sérþekking á Jira og Confluence er skilyrði og reynsla af Atlassian-svítunni í heild er stór plús.
Verkefnin eru fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg og þú munt ganga til liðs við öflugan hóp Atlassian-sérfræðinga hjá Sensa. Meðal verkefna eru hönnun, uppsetning og innleiðing nýrra kerfa, sem og daglegur rekstur, ráðgjöf og áframhaldandi þróun lausna fyrir viðskiptavini.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og þekking á Atlassian hugbúnaði skilyrði (Jira / Confluence)
- Góð íslensku og ensku kunnátta er skilyrði
- Prófgráða frá Atlassian er kostur
- BI þekking er kostur
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn
- Heilsueflingarstyrkur
- Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Fyrsta flokks mötuneyti
- Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu
Auglýsing birt19. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

OK leitar að reynslumiklum tæknimanni
OK

QA Specialist
Arion banki

Sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi
Reiknistofa bankanna

Sumarstörf 2026 - háskólanemar
Landsnet hf.

Tæknifulltrúi á skrifstofu - IT
Íslandshótel

Stafrænn leiðtogi hjá Vegagerðinni
Vegagerðin

Enterprise Data Architect | Embla Medical
Embla Medical | Össur

Full Stack / AI Forritari
Lagaviti ehf.

Software Quality Assurance Engineer
Teledyne Gavia ehf.

Kerfisstjóri/geimfari með öryggi á heilanum
Atmos Cloud

Gagna- og gervigreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Senior Data Engineer
CCP Games