PwC
PwC
PwC

Ert þú upprennandi innri endurskoðandi ?

Vilt þú öðlast dýrmæta reynslu hjá alþjóðlegu þekkingarfyrirtæki og efla hæfni þína við að meta og bæta innra eftirlit?

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með áhuga á innri endurskoðun, innviðum fyrirtækja, áhættustýringu og innra eftirliti. Við bjóðum upp á sveigjanleika og tækifæri til að vaxa í starfi. Þetta starf er tilvalið fyrir aðila sem vilja vinna með mismunandi fyrirtækjum og eru með háskólamenntun sem nýtist í starfi.

Starf innri endurskoðanda er ætlað að vera virðisaukandi og bæta rekstur fyrirtækja. Það felur í sér að taka út, meta og bæta innra eftirlit, áhættustýringu og stjórnarhætti innan fyrirtækja eða stofnana. Unnið er samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun og alþjóðlegum gæðastöðlum PwC eru úttektir framkvæmdar samkvæmt því regluverki; lögum, reglum og viðmiðum sem gilda um innri endurskoðun hér á landi.

Viðkomandi mun starfa með fjölbreyttum viðskiptavinum PwC og öðlast dýrmæta reynslu sem partur af sérfræðingateymi PwC.

Helstu verkefni og ábyrgð

 

  • Taka þátt í skipulagningu innri endurskoðunar, framkvæmd yfirferðar, virkniprófunum og skýrslugerð.

  • Starfa sem hluti af teymi í innri endurskoðun viðskiptavina okkar.

  • Starfa sem hluti af teymi við ýmsar sértækar úttektir á sviði góðra stjórnarhátta, áhættustýringar og innra eftirlits.

  • Taka þátt í samhæfingu starfa innri endurskoðunar við aðrar eftirlitseiningar PwC, s.s. ráðgjafarsvið, sjálfbærniteymi og sérfræðinga í upplýsingaöryggi.

  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

  • Áhugi á ólíkum greinum atvinnulífsins, sjálfbærnimálum og ólíkri starfsmenningu.

  • Þekking á áhættustýringu og innra eftirliti er kostur. 

  • Fagvottun í innri endurskoðun er kostur en ekki nauðsynleg. 

  • Samviskusemi, nákvæmni í vinnubrögðum og áhugi á framþróun.

  • Jákvæðni, frumkvæði og sterk samskiptahæfni.

Auglýsing birt8. apríl 2025
Umsóknarfrestur25. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar