

Ert þú tæknisnillingur?
Isavia leitar að öflugum liðsauka til að aðstoða með viðhald og rekstur á tæknibúnaði sem er í eigu deild Mannvirkja og Innviða. Við bjóðum upp á spennandi og fjölbreytt verkefni í einstöku starfsumhverfi á Keflavíkurflugvelli. Starfið yrði hluti af Raftækniþjónustu Isavia sem sér um rekstur, viðhald og bakvaktir á tæknibúnaði deildarinnar og ásamt öðrum tæknibúnað Isavia bæði inni og úti. Helstu kerfi sem um ræðir eru aðgangsstýring, x-ray vélar, málmleitartæki, sprengjuleitarvélar, landgöngubrýr, hljóðkerfi, fjarskipti (Tetra-VHF), flugleiðsöguskjáir, hússtjórn, bómur og hlið, vegabréfahlið, bakkalínur og margt fleira.
Hjá Raftækniþjónustu Isavia starfa 9 einstaklingar og þar er m.a. unnið á bakvöktum.
Isavia útvegar öll verkfæri, vinnufatnað, síma, fartölvu og það sem þarf fyrir starfið.
Helstu verkefni:
- Rekstur og viðhald tæknikerfa
- Uppsetning tæknikerfa
- Skráning viðhaldssögu búnaðar og kerfa
- Bilanagreiningar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Sveinspróf sem nýtist í starfi er skilyrði
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Góð almenn tölvukunnátta
- Metnaður og vandvirkni í starfi
Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli, vinnutíminn er 8-16 virka daga og möguleiki að komast á bakvakt. Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Umsóknarfrestur er til og með 2.október 2023.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórhildur Gunnarsdóttir, í gegnum netfang thorhildur.gunnarsdottir@isavia.is
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.











