Hreyfing
Hreyfing
Hreyfing er staðsett í Glæsibæ og þar er boðið upp á allt það besta sem völ er á á líkamsræktarstöðvum í dag. Í Hreyfingu er boðið upp á mikið af spennandi nýjungum sem tengjast almennri líkamsrækt og vellíðan. Þar er boðið upp á allt það nýjasta og besta hverju sinni í líkamsrækt ásamt fyrsta flokks snyrti-, nudd og spa meðferðum. Hreyfing er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig þegar kemur að heilsurækt. Gildi Hreyfingar eru: Fagleg stendur fyrir það að við höfum metnað til að veita þjónustu af gæðum sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi. Við hvetjum hvert annað til að viðhalda yfirburðaþekkingu á okkar sviði til eflingar hópsins og hagsbóta fyrir viðskiptavini. Hrein þýðir að við leggjum kapp á snyrtimennsku í öllu okkar starfi og það sést á húsnæði okkar og aðstöðu en jafnframt að við erum hrein og bein í framkomu við hvert annað og við viðskiptavini. Notaleg dvöl í okkar stöð er okkur kappsmál og með persónulegu viðmóti, virðingu og hlýju í samskiptum náum við að búa til umhverfi sem viðskiptavinir kunna að meta og vinnustað þar sem besta fagfólkið vill starfa.
Hreyfing

Ert þú stjórnandinn sem við leitum að?

Hefurðu framúrskarandi samskiptahæfileika, metnað og leiftrandi eldmóð til að ná árangri í starfi? Hreyfing er metnaðarfullt og leiðandi fyrirtæki á sviði heilsuræktar og vinnur að því alla daga að skara fram úr á sínu sviði og uppfylla og fara fram úr væntingum meðlima.

Við leitum að öflugum og árangursdrifnum einstakling í starf deildarstjóra spa og móttöku Hreyfingar. Starfið felur í sér yfirumsjón reksturs spa og móttöku þar sem kappkostað er við að veita framúrskarandi þjónustu alla daga og ná settum markmiðum í sölu.

Deildarstjóri starfar beint undir framkvæmdastjóra og er hluti af stjórnendateymi Hreyfingar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Deildarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri, áætlanagerð og eftirfylgni áætlana, þjónustu og sölu í móttöku og spa ásamt því að viðhalda öflugu teymi og góðri liðsheild.
Um 25-30 starfsmenn starfa undir stjórn deildarstjóra.
Hlutverk deildarstjóra er m.a. að finna leiðir til að besta rekstur þessara tveggja sviða, annast skipulag, markmiðasetningu og yfirumsjón daglegra verkefna. Stór hluti starfsins snýr að því að leiða ólík teymi móttöku og spa til árangurs, hvetja áfram og finna leiðir til að ná settum markmiðum ásamt ráðningum og endurgjöf.
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla og menntun á sviði stjórnunar
Framúrskarandi leiðtogahæfni
Árangursdrifinn
Brennandi áhugi á heilbrigðu líferni
Fríðindi í starfi
Ýmis fríðindi í starfi
Auglýsing stofnuð12. september 2023
Umsóknarfrestur24. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Álfheimar 74, 104 Reykjavík
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMikil hæfni
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sölumennska
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.