Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista

Ert þú sjúkraþjálfari eða með BS í sjúkraþjálfun?

Ert þú sjúkraþjálfari eða með BS í sjúkraþjálfun og langar að vinna í öflugu teymi? Hrafnista óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara eða áhugasaman aðila með BS í sjúkraþjálfun í sjúkraþjálfunarteymi á Hrafnistu Hraunvangi. Á Hrafnistu Hraunvangi búa 199 íbúar og eru þau hópurinn sem sjúkraþjálfunardeildin þjónustar. Starfshlutfall er samkomulagsatriði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur náið með sjúkraþjálfurum deildarinnar
  • Aðstoðar við greiningu, endurhæfingu, þjálfunaráætlun og skráningu
  • Tekur þátt í skipulagningu endurhæfingar á deildum
  • Aðstoðar við ráðgjöf og umsóknir á hjálpartækjum
  • Fræðsla fyrir íbúa og starfsfólk
  • Teymisvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • BS í sjúkraþjálfun
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð skipulagshæfni
  • Faglegur metnaður
  • Jákvæðni og frumkvæði í starfi
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur fyrir þau sem ferðast með strætó
  • Námsleyfi og styrkir
Auglýsing birt29. ágúst 2025
Umsóknarfrestur9. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hraunvangur 7, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar