
Isavia ANS
Isavia ANS veitir flugleiðsöguþjónustu á íslensku flugstjórnarsvæðinu. Við tengjum heimsálfur á Norður-Atlantshafinu og brúum bil fólks og menningarheima á hagkvæman, framsýnan og öruggan hátt. Við leggjum áherslu á framúrskarandi flugleiðsögu á alþjóðlegan mælikvarða. Við fylgjumst jafnframt vel með tækifærum og tækniþróun og notum nýjustu tækni til að auka og bæta þjónustu.
Við viljum að starfsfólk okkar sé ánægt í starfi og að við séum eftirsóttur vinnustaður. Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun til að sinna starfi sínu sem og tækifæri til að þróast í starfi.

Ert þú rafeindavirki eða með sambærilega menntun?
Isavia ANS óskar eftir að ráða rafeindavirkja eða manneskju með sambærilega menntun. Starfið felur í sér uppsetningu, rekstur og viðhald á fjölbreyttum og tæknilega krefjandi kerfum sem styðja við flugleiðsögu vítt og breitt um landið. Starfið krefst töluverðra ferðalaga út á land vegna uppsetninga og viðhalds. Viðkomandi þarf að geta farið út á land með stuttum fyrirvara þegar þörf krefur. Viðkomandi þarf að geta unnið skipulega, bæði sjálfstætt og í hópi. Hann þarf að geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með tileinka sér nýja tækni.
Í starfinu er unnið með tæknibúnað innan- og utandyra, m.a. uppi í möstrum. Um er að ræða dagvinnustarf með bakvaktakerfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða rekstur og viðhald á:
- Fjarskiptabúnaði
- Net- og símkerfum
- Veðurkerfum
- Flugleiðsögubúnaði
- Kögunarbúnaði (radartengdur búnaður)
- Myndavélakerfum
Menntunar- og hæfniskröfur
Æskilegt er að viðkomandi búi yfir eftirfarandi:
- Reynslu af störfum við loftnet og fjarskiptabúnað
- Reynslu af kapallögnum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Áhuga á tæknimálum
- Grunnþekkingu á uppbyggingu og rekstri fjarskipta- og netkerfa
- Þarf að geta unnið í hæð
- Þekking á Linux er kostur
- Góð kunnátta í ensku og íslensku
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur30. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Starfstegund
Hæfni
RafeindavirkjunSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Rafvirki/tæknimaður
Rými

Uppsetning og viðhald á sjálfvirkum búnuðum.
Járn og Gler hf

Svæðisstjóri
Orkubú Vestfjarða

Rafvirki í söludeild rafbúnaðar
Smith & Norland

Rafvirki óskast til starfa.
PÓLLINN ehf.

Rafvirki/Vélstjóri í Tæknideild Nortek á Akureyri.
Nortek

Komdu í kraftmikið teymi – Rafvirki óskast!
AK rafverktakar ehf.

Orkubú Vestfjarða - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Þjónusta, bilanagreiningar og viðgerðir á lyftum Schindler
Schindler

Umsjónarmaður fasteigna Í Hafnarborg
Hafnarfjarðarbær

Sérfræðingur í iðnstýringum
Norðurál

Rafvirki
Rafsetning