Isavia ANS
Isavia ANS
Isavia ANS

Ert þú rafeindavirki eða með sambærilega menntun?

Isavia ANS óskar eftir að ráða rafeindavirkja eða manneskju með sambærilega menntun. Starfið felur í sér uppsetningu, rekstur og viðhald á fjölbreyttum og tæknilega krefjandi kerfum sem styðja við flugleiðsögu vítt og breitt um landið. Starfið krefst töluverðra ferðalaga út á land vegna uppsetninga og viðhalds. Viðkomandi þarf að geta farið út á land með stuttum fyrirvara þegar þörf krefur. Viðkomandi þarf að geta unnið skipulega, bæði sjálfstætt og í hópi. Hann þarf að geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með tileinka sér nýja tækni.

Í starfinu er unnið með tæknibúnað innan- og utandyra, m.a. uppi í möstrum. Um er að ræða dagvinnustarf með bakvaktakerfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða rekstur og viðhald á:

  • Fjarskiptabúnaði
  • Net- og símkerfum
  • Veðurkerfum
  • Flugleiðsögubúnaði
  • Kögunarbúnaði (radartengdur búnaður)
  • Myndavélakerfum
Menntunar- og hæfniskröfur

Æskilegt er að viðkomandi búi yfir eftirfarandi:

  • Reynslu af störfum við loftnet og fjarskiptabúnað
  • Reynslu af kapallögnum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Áhuga á tæknimálum
  • Grunnþekkingu á uppbyggingu og rekstri fjarskipta- og netkerfa
  • Þarf að geta unnið í hæð
  • Þekking á Linux er kostur
  • Góð kunnátta í ensku og íslensku
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur30. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.RafeindavirkjunPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar