Wise lausnir ehf.
Wise lausnir ehf.
Wise lausnir ehf.

Ert þú QA sérfræðingur?

Við hjá Wise leitum að hæfileikaríkum QA sérfræðingi til að ganga til liðs við öflugt vöruþróunarteymi Wise.

Í starfinu gefst tækifæri á að taka þátt í prófunum og að byggja upp þekkingu og ferla fyrir sjálfvirkar prófanir. Við leitum að kraftmiklum, sjálfstæðum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í hóp og hefur áhuga á krefjandi og fjölbreyttum verkefnum.

Ef þú hefur gaman af því að takast á við krefjandi verkefni, vinna í teymi og hefur ástríðu fyrir nýsköpun og vöruþróun, þá erum við að leita að þér!

Hjá Wise færð þú tækifæri til að:

  • Undirbúa, skipuleggja og framkvæma prófanir á hugbúnaði Wise í Microsoft Dynamics 365 Business Central
  • Skrifa og keyra sjálfvirkar prófanir
  • Innleiða og setja upp handvirkar prófanir
  • Taka þátt í sprettum og prófun á nýrri hugbúnaðarvirkni fyrir útgáfu
  • Taka þátt í skjölun á handbókum og prófanalýsingum
  • Ásamt öðrum verkefnum á borð við aðkomu að gerð myndbanda og annarra skjala

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Þekking og reynsla af handvirkum prófunum
  • Þekking á sjálfvirkum prófunum
  • Reynsla í forritun er kostur
  • Reynsla af Microsoft Dynamics 365 Business Central
  • Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
  • Hæfni og geta til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
  • Frumkvæði og góð samskiptafærni
  • Áhugi á sjálfvirknivæðingu og nýjungum í tækniþróun

Um Wise

Wise er ört stækkandi þekkingarfyrirtæki, sérhæft í stafrænum lausnum sem veita viðskiptavinum forskot í þeirra rekstri. Hjá Wise starfa um 160 sérfræðingar í Reykjavík og á Akureyri með áratuga reynslu og þekkingu á sviði alhliða viðskiptalausna.  Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur þar sem leitast er við að auka fjölbreytileika í ráðningum. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og heilsustyrk til starfsfólks. 

Við hlökkum til að fá umsóknina þína

Tekið er á móti umsóknum til og með 30. mars 2025.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergsveinn Snorrason, forstöðumaður Vöruþróunar Viðskiptalausna ([email protected]) og Harpa Hrund Jóhannsdóttir, á mannauðssviði ([email protected]).

Auglýsing birt13. mars 2025
Umsóknarfrestur30. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Skipagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HugbúnaðarprófanirPathCreated with Sketch.Sjálfvirkar prófanir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar