
Wise lausnir ehf.
Wise er leiðandi upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, þjónustu og innleiðingu á breiðu úrvali viðskipta- og rekstrarlausna sem hjálpa viðskiptavinum að öðlast samkeppnisforskot. Vöruframboð okkar samanstendur af hýsingu og rekstrarþjónustu ásamt heildarlausnum á sviði viðskipta fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.
Hjá Wise starfa tæplega 160 sérfræðingar á starfsstöðvum félagsins í Reykjavík og á Akureyri. Við erum fjölbreyttur hópur fólks sem eigum það sameiginlegt að brenna fyrir upplýsingatækni, nýsköpun og árangri viðskiptavina.
Wise er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem leitast er við að auka fjölbreytileika í ráðningum. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og heilsustyrk til starfsmanna.
Fyrirtækið býður upp á samkeppnishæf laun og hlaut jafnlaunavottun 2021 og viðurkenningu FKA Jafnvægisvogarinnar 2022.

Ert þú öflugur viðskiptastjóri?
Wise leitar að metnaðarfullum viðskiptastjóra með ástríðu fyrir tækni, ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina og framtíðarviðskiptavina Wise. Starf viðskiptastjóra er fjölbreytt þar sem viðkomandi vinnur eftir skilgreindum ferlum Wise við almenna sölu og viðskiptastýringu fyrir ákveðna hópa viðskiptavina Wise, með því að byggja upp traust samband við viðskiptavini sem viðkomandi er ábyrgur fyrir, stuðla að ánægju viðskiptavina með reglulegum stöðufundum og fylgjast vel með málefnum þeirra innan Wise.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og kynning á vörum, ráðgjöf og þjónusta til núverandi og nýrra viðskiptavina
- Samskipti við núverandi viðskiptavini
- Samskipti og þátttaka vegna sölutækifæra
- Gerð sölutilboða til viðskiptavina
- Tíma- og kostnaðaráætlanir verkefna í samvinnu við önnur svið fyrirtækisins
- Viðskiptastýring með hópi viðskiptavina
- Stuðla að góðum samskiptum og tryggja öflugt upplýsingaflæði til viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi viðskiptastjóra
- Framúrskarandi þjónustulund
- Reynsla af sölu og ráðgjöf til fyrirtækja
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Lausnamiðuð hugsun
- Frumkvæði og öguð vinnubrögð
- Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Auglýsing birt19. maí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Sölumennska
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Brennur þú fyrir upplýsingatækni, skýjalausnum og þjónustu?
Tölvuþjónustan

Spennandi starf í upplýsingatækni
FSRE

Head of IT
EFTA Surveillance Authority

Gagnagrunnssérfræðingur
Eik fasteignafélag

Verslunarstjóri - Kjörbúðin Dalvík
Kjörbúðin

Infrastructure & Security Engineer
Too Lost

Viðskiptaþróunarstjóri / Business Development Manager (BDM)
Race Taxi - Iceland

Automation Engineer
CCP Games