Múrbúðin ehf.
Múrbúðin ehf.
Múrbúðin ehf.

Ert þú öflugur liðsfélagi í Múrbúðina Kletthálsi 7?

Við leitum að öflugum liðsfélaga í Múrbúðina Kletthálsi 7

Ertu handlagin(n), lausnamiðuð(aður) og hefur gaman af kraftmiklu vinnuumhverfi? Viltu vera hluti af lifandi verslun sem þjónustar fagmenn og einstaklinga á öllum stigum framkvæmda?

Við hjá Múrbúðinni leitum að öflugum liðsfélaga í fjölbreytt og krefjandi starf í verslun okkar á Kletthálsi 7, 110 Reykjavík. Við leitum að aðila sem tekur af skarið, getur hlaupið hratt ef þarf – og vill gera hlutina vel. Um framtíðarstarf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða viðskiptavini í verslun og afgreiðsla á kassa
  • Kynning á vörum og eiginleikum þeirra og hvernig þær nýtast til að leysa vandamál viðskiptavina
  • Móttaka vöru, frágangur og uppröðun í hillur
  • Umsjón með vörumerkingum og uppröðun í búð
  • Þátttaka í umbótum og nýsköpun innan verslunar
  • Sjá til þess að verslunin sé alltaf snyrtileg
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Er drífandi og sjálfstæð(ur) – nennir ekki að bíða eftir fyrirmælum
  • Hefur góða samskiptahæfni og þjónustulund og hefur gaman af því að selja skemmtilegar vörur
  • Nýtur þess að vinna í teymi og vera „með í öllu“
  • Hefur grunnþekkingu á byggingarvörum og verkfærum – eða er viljug(ur) til að læra
  • Er líkamlega hraust(ur) og ekki hrædd(ur) við að lyfta eða hreyfa hluti
  • Er skipulög/skipulagður og vill hafa hlutina í röð og reglu
  • Stundvís og áreiðanleg(ur)
  • Iðnmenntun er kostur
  • Lyftarapróf er kostur
Auglýsing birt6. júlí 2025
Umsóknarfrestur20. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Klettháls 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar