Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi 7-13 í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.
Ert þú nemi í bifvélavirkjun?
Askja leitar að jákvæðum, drífandi bifvélavirkjanema með metnað til að ná framúrskarandi árangri. Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða á Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart bifreiðum.
Askja leggur mikið upp úr því að stuðla að góðri móttöku og þjálfun nema í bifvélavirkjun og hlaut á dögunum viðurkenningu Nemastofu fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í þjálfun og kennslu iðnnema í bifvélavirkjun.
Við hvetjum nema í bifvélavirkjun sem hafa áhuga á að starfa hjá Öskju til að sækja um. Þau sem koma til greina verður boðið í viðtal. Þegar gengið hefur verið frá ráðningu verður öllum umsækjendum svarað.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund og samstarfshæfni
- Jákvæðni
- Fagleg vinnubrögð
- Stundvísi og góð skólasókn
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Af hverju Askja?
- Samvinna og sveigjanleiki
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Markviss starfsþróun og öflugt fræðslustarf
- Frábært félagslíf
- Samkeppnishæf kjör
- Raunhæfismat
- Flott mötuneyti á staðnum
Auglýsing birt21. nóvember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Starfsmaður í Þjónustuver
Toyota
Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.
Bifvélavirki
Toyota
Tjónaskoðun
Toyota
Járnsmiður / Suðumaður
Jarðboranir
Bifvélavirki, skoðunarmaður
Aðalskoðun hf.
Bifvélavirki hjá Max1/Vélalandi - Hafnarfirði
MAX1 | VÉLALAND
Tækjaverkstæði
Icelandair
Blikksmiður
Blikkás ehf
Skoðunarmaður ökutækja á Egilsstöðum
Frumherji hf
Skoðunarmaður ökutækja í Reykjanesbæ
Frumherji hf
Verkstjóri óskast á Bílaspítalann
Bílaspítalinn ehf