Húnaþing vestra
Húnaþing vestra
Húnaþing vestra

Tengslafulltrúi

Er ekki tími til kominn að tengja?

Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi einstaklingi í nýtt starf tengslafulltrúa á fjölskyldusviði sveitarfélagsins. Við leitum að aðila með brennandi áhuga á að starfa með ungmennum og ýta undir velferð þeirra og vellíðan.

Tengslafulltrúi starfar með ungmennum í Húnaþingi vestra í samræmi við áherslur farsældarlaga og er tengiliður þeirra við stjórnkerfi og stofnanir. Hann vinnur með þeim að því að finna ástríðu sína og vinna að henni með fjölbreyttu tómstundastarfi og stuðningi. Hann hvetur ungmenni til þátttöku og er málsvari þeirra í málum sem þau varða. Hann talar fyrir hugmyndum ungmenna í sveitarfélaginu og hvetur þau til virkni og þátttöku. Tengslafulltrúi vinnur í samráði við sveitarfélagið að þróun og uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu Hvammstanga sem hugsuð er fyrir fjölbreytt tómstundastarf ungmenna og annarra íbúa sveitarfélagsins.

Um er að ræða frábært tækifæri fyrir öflugan einstakling til að móta nýtt og spennandi starf auk þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagsþróun í sveitarfélagi í sókn.

Starfið er tilraunaverkefni sem byggir á hugmyndum ungmenna í sveitarfélaginu og er stutt af mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Auglýsing birt1. mars 2024
Umsóknarfrestur3. apríl 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstangi
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar