PwC
PwC
PwC

Endurskoðun og reikningsskil hjá PwC á Norðurlandi

Við leitum að öflugum samstarfsfélaga í endurskoðun og reikningsskilum til starfa á skrifstofu okkar á Húsavík eða Akureyri. Viðkomandi mun starfa við fjölbreytt verkefni og öðlast dýrmæta reynslu sem partur af sérfræðingateymi PwC. Við bjóðum upp á sveigjanleika og tækifæri til að vaxa í starfi.

Við leitum að ábyrgum og áhugasömum starfsmanni sem vill styrkja sig í starfi hjá rótgrónu fyrirtæki og efla hæfni sína í reikningsskilum og endurskoðun. Unnið er náið með öðrum starfsmönnum á endurskoðunarsviði að fjölbreyttum verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í framkvæmd reikningsskila og endurskoðunar fjölbreyttra fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga og annarra lögaðila á Norðurlandi
  • Ráðgjöf til viðskiptavina vegna reikningsskila, endurskoðunar og tengdra mála

  • Önnur tengd og tilfallandi störf.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Bachelor gráða í viðskiptafræði, hagfræði eða öðrum tengdum greinum
  • Meistaragráða í reikningsskilum og endurskoðun er kostur

  • A.m.k. 3 ára starfsreynsla á atvinnumarkaði, mikill kostur er að hafa unnið við endurskoðunar- eða bókhaldsstörf

  • Metnaður til að ná árangri í starfi

  • Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð

  • Sterk ábyrgðartilfinning

  • Hæfni til að vinna í hóp

  • Sjálfstæði, frumkvæði og sterk samskiptahæfni.

Auglýsing stofnuð13. júní 2024
Umsóknarfrestur26. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Glerárgata 30, 600 Akureyri
Garðarsbraut 26, 640 Húsavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar