Endurhæfing - þekkingarsetur Kópavogsgerði 10, 200 Kópavogur
Endurhæfing – þekkingarsetur leitar eftir sjúkraþjálfara í 80 –100 % starf frá 1. mars n.k. eða eftir samkomulagi.
Hjá Endurhæfingu – þekkingarsetri starfar þéttur hópur frábærra fagmanna sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði endurhæfingar og velferðartækni fyrir einstaklinga með fjölþættar skerðingar. Unnið er samkvæmt skilgreiningum og hugmyndafræði um stöðustjórnun (e.posture management). Kjörið tækifæri til að öðlast reynslu á sviði taugasjúkraþjálfunar og áhrifum líkamsstöðu á afleiddar skerðingar, verki, færni og lífsgæði.
Upplýsingar gefur Guðný Jónsdóttir framkvæmdastjóri í símum 414 4500 og 696 7600.
01.02.2019
Staðsetning:Kópavogsgerði 10, 200 Kópavogur
Starfstegund:Fullt starf