Fangelsismálastofnun
Fangelsismálastofnun
Fangelsismálastofnun

Embætti forstöðumanns hjá Fangelsismálastofnun ríkisins

Fangelsismálastofnun ríkisins heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Stofnunin fer með yfirstjórn fangelsismála, m.a. umsjón með rekstri fangelsa og tryggir að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti í samræmi við lög um fullnustu refsinga nr. 15/2016. Áhersla er lögð á vellíðan í starfi og jákvæðan starfsanda auk þess sem tryggja þarf að starfsfólk búi yfir þeirri hæfni sem þarf til að ná árangri í krefjandi starfsumhverfi. Hjá stofnuninni starfa alls um 160 starfsmenn, flestir fangaverðir, á fimm mismunandi starfsstöðvum, fjórum fangelsum og skrifstofu sem staðsett er á Seltjarnarnesi.

Í Fangelsinu Litla-Hrauni starfa rúmlega 70 starfsmenn en fangelsið er stærsta fangelsi landsins. Forstöðumaður heyrir undir forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórn og rekstur Fangelsisins Litla-Hrauni í samráði við Fangelsismálastofnun. 
  • Fjármálastjórn fangelsisins í samráði við Fangelsismálastofnun.
  • Setning og skipun fangavarða og ráðning annars starfsfólks í fangelsinu í samráði við Fangelsismálastofnun.   
  • Ákvarðanir sem lúta að réttindum og skyldum fanga í afplánun fangelsisins í samráði við Fangelsismálastofnun.   
  • Fyrirsvar fyrir fangelsið í samráði við forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins.
  • Seta í yfirstjórn stofnunarinnar og þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð.  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
  • Við ráðningu verður horft til starfsreynslu sem nýst getur í starfi. 
  • Reynsla og þekking af rekstri er skilyrði. 
  • Reynsla og þekking af mannauðsmálum er skilyrði.
  • Reynsla og þekking af opinberri stjórnsýslu og vinnurétti er kostur. 
  • Reynsla og þekking af fullnustukerfinu er kostur. 
  • Forysta og hæfni til að leiða fólk og stjórna verkefnum. 
  • Frumkvæði, drifkraftur, metnaður og jákvætt og lausnamiðað hugarfar. 
  • Samskiptafærni og vilji til þess að vinna með fólki.
  • Skipulagsfærni og nákvæmni í vinnubrögðum.
  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti.  
Auglýsing birt12. desember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Fangelsið Litla-Hrauni
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar