Melabúðin
Melabúðin
Melabúðin er rótgróin kaupmannsbúð með hátt þjónustustig. Við erum með úrvals kjöt- og fiskborð, mikið úrval grænmetis og erlendra osta. Við bjóðum afar fjölbreytt vöruúrval, bæði sælkeravöru sem og matvöru til daglegrar neyslu. Við leggjum mikið upp úr íslenskri vöru og nýjungum tengdum henni en jafnframt flytjum við sjálf inn sælkeravörur erlendis frá. Áherslur okkar liggja í persónulegri þjónustu og breiðu vöruúrvali. Samhliða því veitum við ráðgjöf við val á kjöti og fiski og matreiðslu. Melabúðin býður upp á lifandi starfsumhverfi en mikið er lagt upp úr áreiðanleika, ríkri þjónustulund og skemmtilegu viðmóti starfsfólks. Við erum rösk og göngum beint og glaðlega til verks og leitum þess sama hjá nýjum samstarfsmönnum okkar. Melabúðin hefur fengið viðurkenningu hjá CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki 10 ár í röð og jafnframt verið valið fyrirtæki ársins af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur (VR).
Melabúðin

Elskar þú mat? Lifandi þjónustustarf

Melabúðin, verslun sælkerans, leitar að glaðlyndri og þjónustulundaðri manneskju sem þjónustar viðskiptavini í kjöt- og fiskborði Melabúðarinnar. Ert það þú?

Þú hefur gaman af að hitta fólk og þjónusta það, ráðleggja viðskiptavinum hvað á að hafa í matinn, með matreiðslu og val á meðlæti.

Þú þarft ekki að vera vanur/vön svona starfi þó það sé mikill kostur. Ef þú hefur unnið á veitingastað þá er það kostur. Það er mikill kostur ef þú hefur reynslu af matreiðslu eða meðhöndlun kjöts.

Helst viljum við fá þig allan daginn, annars hálfan daginn. Vinnutíminn er samkomulagsatriði.

Vinnustaðurinn er líflegur og lagt er upp úr frumkvæði og vinnugleði. Við erum þekkt fyrir gæði, hátt þjónustustig og mikið úrval. Melabúðin er með eitt breiðasta úrval landsins í matvöru og leggur áherslu á sælkeravöru bæði frá Íslandi og erlendis frá. Auk þess bjóðum við upp á heilstætt úrval af lífrænni vöru. Kjöt- og fiskborðið er okkar stolt og eitt fárra sem enn selur í lausvigt.

Frekari upplýsingar veitir verslunarstjóri. Annars er bara að sækja um.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Öllum umsóknum verður svarað.

Helstu verkefni og ábyrgð
Þjónusta í kjöt- og fiskborði, ráðgjöf til viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af matreiðslu eða kjötiðn er mikill kostur
Íslenskukunnátta er skilyrði
Reynsla af framsetningu á vörum er kostur
Góð færni í mannlegum samskiptum
Mikil þjónustulund
Nýjungagirni
Auglýsing stofnuð17. september 2023
Umsóknarfrestur24. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hagamelur 39, 107 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.