

Elskar þú mat? Lifandi þjónustustarf
Melabúðin, verslun sælkerans, leitar að glaðlyndri og þjónustulundaðri manneskju sem þjónustar viðskiptavini í kjöt- og fiskborði Melabúðarinnar. Ert það þú?
Þú hefur gaman af að hitta fólk og þjónusta það, ráðleggja viðskiptavinum hvað á að hafa í matinn, með matreiðslu og val á meðlæti.
Þú þarft ekki að vera vanur/vön svona starfi þó það sé mikill kostur. Ef þú hefur unnið á veitingastað þá er það kostur. Það er mikill kostur ef þú hefur reynslu af matreiðslu eða meðhöndlun kjöts.
Helst viljum við fá þig allan daginn, annars hálfan daginn. Vinnutíminn er samkomulagsatriði.
Vinnustaðurinn er líflegur og lagt er upp úr frumkvæði og vinnugleði. Við erum þekkt fyrir gæði, hátt þjónustustig og mikið úrval. Melabúðin er með eitt breiðasta úrval landsins í matvöru og leggur áherslu á sælkeravöru bæði frá Íslandi og erlendis frá. Auk þess bjóðum við upp á heilstætt úrval af lífrænni vöru. Kjöt- og fiskborðið er okkar stolt og eitt fárra sem enn selur í lausvigt.
Frekari upplýsingar veitir verslunarstjóri. Annars er bara að sækja um.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Öllum umsóknum verður svarað.











