
Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf. er íslenskt hátæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir ómannaða og sjálfstýrða kafbáta (Autonomous Underwater Vehicles). Teledyne Gavia framleiðir Gavia AUV, Osprey AUV og SeaRaptor AUV. Fyrirtækið er í fremstu röð í sínu fagi og selur vörur sínar víðsvegar um heiminn. Fyrirtækið er í eigu bandaríska félagsins Teledyne Technologies.
Nánari upplýsingar er að finna á http://www.teledynemarine.com/gavia
Electrical Engineer
Teledyne Gavia óskar eftir að ráða rafmagnsverk- eða tæknifræðing í teymið sitt. Viðkomandi hefur það hlutverk að hanna og innleiða rafmagnshönnun í kafbáta Teledyne Gavia. Hönnun á rafrásum og prentplötum ásamt innleiðingu á flóknum rafbúnaði er stór hluti af starfinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun á rafrásum og prentplötum
- Skjölun og prófanalýsingar fyrir framleiðslu
- Prófanir á frumgerðum
- Bilanagreining
- Viðhalda eldri hönnunum
- Innleiðing á flóknum búnaði í kafbáta
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.Sc. í rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða sambærileg menntun (M.Sc. eða Ph.d. er kostur)
- Þekking og reynsla á rásahönnun
- Þekking á Altium er kostur
- Haldgóð þekking á rafsegulfræði, reynsla af EMC er kostur
- Þekking og reynsla af aflrafeindatækni og háhraða rafrásum er kostur
- Gott vald á ensku í ræðu og riti
- Geta til að vinna í breytilegu umhverfi
- Brennandi áhugi á hátækni
- Geta til að vinna með fólki í hópum
- 3-5 ára reynsla af sambærilegu starf kostur
Auglýsing birt4. mars 2025
Umsóknarfrestur18. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Rafvirki/tæknimaður
Rými

Leitum að einstakling með reynslu af sölu og samningagerð
Ísfell

Svæðisstjóri
Orkubú Vestfjarða

Aðstoðarverkefnastjóri / Tæknimaður á skrifstofu
Atlas Verktakar ehf

Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin

Netsérfræðingur
Míla hf

Sumarstörf á Vestursvæði: Umsjónardeild og Þjónustudeild
Vegagerðin

Rafbúnaðarhönnuður
Héðinn

Sérfræðingur í hönnunareftirliti
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Reyndur verkefnastjóri / Experienced PM
COWI

Viltu þróa spennandi tækifæri erlendis?
Landsvirkjun

Viltu hámarka nýtingu orkuauðlinda okkar?
Landsvirkjun