Sérfræðingur í fjármálateymi

Eignaumsjón hf Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík


Óskum eftir að ráða sérfræðing í fjármálateymi Eignaumsjónar hf.

Helstu verkefni eru:

  • Stýring fjármuna viðskiptavina Eignaumsjónar í samvinnu við fjármálastjóra
  • Gerð kostnaðar- og innheimtuáætlana fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar
  • Samskipti við viðskiptavini Eignaumsjónar varðandi reikninga, innheimtu og áætlanir
  • Stýring greiðslu reikninga fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar
  • Samskipti við þjónustuaðila fyrir hönd viðskiptavina Eignaumsjónar
  • Framkvæmdauppgjör ásamt fjármálagreiningum fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar
  • Önnur fjölbreytt dagleg störf

Hæfniskröfur:

Menntun á sviði fjármála-/viðskiptafræði eða sambærileg menntun. Marktæk starfsreynsla af sambærilegum störfum er skilyrði. Áhersla er lögð á frumkvæði, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð. Viðkomandi þarf einnig að vera lipur í mannlegum samskiptum og geta unnið sjálfstætt, sem og í hópi.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur  er til og með 24. júlí nk. Um framtíðarstarf er að ræða og verður gengið frá ráðningu sem fyrst.  

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ veitir frekari upplýsingar um starfið í síma: 588 3031. Símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi geta hringt eða sent rafpóst og tilkynnt þátttöku.

 

Um Eignaumsjón
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa, bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri um 470 hús- og rekstrarfélaga. Áhersla okkar til framtíðar er að mæta vaxandi þörfum eigenda fasteigna með góðri þjónustu og skilvirkum lausnum sem byggja á gagnsæi upplýsinga og umhverfisvænum gildum.

Umsóknarfrestur:

24.07.2019

Auglýsing stofnuð:

12.07.2019

Staðsetning:

Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi