Húsumsjón

Eignaumsjón hf Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík


Eignaumsjón hf. leitar að röskum, laghentum og útsjónarsömum starfsmanni til starfa við húsumsjón. 

Viðkomandi mun sinna fjölbreyttum verkefnum við umsjón húsa s.s. viðhaldi, umhirðu, eftirliti með þjónustuaðilum,  samskiptum við notendur ofl. 

Áhersla er lögð á að umsækjandi sé jákvæður að eðlisfari, lipur í samskiptum og snyrtilegur.  Viðkomandi  þarf að hafa iðnmenntun, vera reglusamur og ekki á sakaskrá. 

Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á starfsumsokn@eignaumsjon.is

Eignaumsjón hf. er 18 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við hús-, rekstar-, og leigufélög. 

Húsumsjón Eignaumsjónar er hagnýt lausn við eftirlit og umsjón með sameign fasteigna og er nýjasti þátturinn í þjónustu fyrirtækisins við húseigendur.      

    

Auglýsing stofnuð:

03.01.2019

Staðsetning:

Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi