Yrkir eignir ehf.
Yrkir eignir ehf.
Yrkir eignir ehf.

Eftirlitsfulltrúi í öryggisdeild

Yrkir óskar eftir að ráða eftirlitsfulltrúa í öryggisdeild fyrirtækisins. Um er að ræða fullt starf og almennur vinnutími er mánudaga til föstudaga frá 9 til 17. Yrkir er fasteignafélag í eigu Festi sem heldur utan um rekstur og þróun allra fasteigna í eigu samstæðunar ásamt því að sinna öryggismálum.

Helstu verkefni:

  • Eftirlit með öryggismálum
  • Greining og vinnsla gagna úr öryggismyndavélum
  • Samskipti við verslanir og lögreglu vegna þjófnaðar og kærumála
  • Auk annara tilfallandi verkefna

Hæfniskröfur:

  • Góðir skipulagshæfileikar og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Góð tölvukunnátta
  • Bílpróf
  • Hreint sakavottorð

Starfsfólki er veittur sveigjanleiki í starfi og lögð er áhersla á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Velferð starfsfólks er í fyrirrúmi og er ýmis konar heilsueflandi þjónusta í boði í velferðarpakka félagsins. Starfsfólk fær góð kjör á vörum og þjónustu hjá ELKO, Krónunni, Lyfju og N1.

Nánari upplýsingar veitir Hallvarður Hans Gylfason, forstöðumaður öryggisdeildar, [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí 2025.

Auglýsing birt2. júlí 2025
Umsóknarfrestur20. júlí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar