
Dýralæknar Katrin og Helga ehf.
Dýralæknar Katrin og Helga ehf. er ungt og metnaðarfullt fyrirtæki sem býður upp á alhliða dýralæknaþjónustu fyrir hross, kýr, sauðfé og smádýr á Suðurlandi. Starfsstöð okkar er á Hvolsvelli en á vel útbúnum bílum þjónustum við okkar viðskiptavini um allt Suðurland.

Dýralæknar Katrin og Helga auglýsa eftir dýralækni
Um starfið
Starfið felst í alhliða dýralækningum fyrir kýr, hross, sauðfé og smádýr, ásamt öðrum sérhæfðari verkefnum. Starfsstöð okkar er á Hvolsvelli en á vel útbúnum bílum þjónustum við okkar viðskiptavini um allt Suðurland.
Stærsti hluti starfsins er þjónusta við stórgripi, og á sumrin fjallar starfsemin að miklum hluta um frjósemismál, s.s. sæðistöku hesta, frystingu sæðis, sæðingu hryssna, frjósemi hryssna og vandamálum tengdu því.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Dýralæknaleyfi á Íslandi
- Reynsla af dýralækningum er kostur en ekki skilyrði
- Góðir skipulagshæfileikar, samskiptahæfni og samstarfsvilji
- Gott vald á íslensku og/eða ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
- Þjálfun og námskeið í greininni
- Fjölbreyttur, faglegur og áhugaverður starfsvettvangur
Auglýsing birt20. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaValkvætt
EnskaValkvætt
Staðsetning
Króktún 19, 860 Hvolsvöllur
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)
