RARIK ohf.
RARIK ohf.
RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið.
RARIK ohf.

Dynamics AX forritari

Langar þig að taka stökkið og verða hluti af liðsheild sem innleiðir þriðju orkuskiptin á Íslandi?

Deilir þú metnaði okkar að ná því besta úr því fullkomnasta? AX 2012 spilar lykilhlutverk í starfsemi RARIK. MECOMS er AX viðbót en það er evrópskt kerfi sem er sérstaklega skrifað fyrir veitu- og orkusölufyrirtæki í AX 2012. Á næstu árum hefst síðan vegferðin yfir í skýjalausn MECOMS sem byggir á Dynamics 365. Ef þú ert að tengja er þetta starf svo sannarlega fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Forritun í AX 2012
  • Samþætting AX kerfisins við önnur upplýsingatæknikerfi RARIK í gegnum vefþjónustur
  • Þátttaka í vegferð RARIK í átt til skýjalausna Dynamics 365


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Að minnsta kosti þriggja ára reynsla af forritun í AX 2012 í kröfuhörðu umhverfi
  • Reynsla af samþættingu AX 2012 við vefþjónustur
  • Jákvætt hugarfar og þjónustulund
  • Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu
  • Góð tölvukunnátta og áhugi á stafrænum lausnum
  • Frumkvæði, metnaður og lausnamiðuð hugsun
  • Nákvæm vinnubrögð og skipulagshæfni


Nýju skipulagi fylgja ný tækifæri. Með teymisvinnu og öflugri liðsheild náum við lengra. Öll störfin eru án staðsetningar. Þannig viljum við búa til tækifæri. Við leggjum áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika mannauðs og tökum vel á móti öllum.

Umsóknarfrestur er til og með 2. október 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veita Henrietta Þóra Magnúsdóttir (henrietta@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is).

Auglýsing stofnuð15. september 2023
Umsóknarfrestur2. október 2023
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Dynamics AXPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.